Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 193
SKÍRNIR FJÖLNISMENN OG ÞJÓÐARSAGAN 191
færri voru þeir sem komust leiðina þá á enda, því að margar torfær-
ur og margvíslegar var þar að yfirstíga. En úr þessum tiltölulega
fámenna hópi komu þeir að lokum, sem löngum sátu fyrir feitustu
bitunum af borði stjórnarinnar, valda-, virðingar- og tekjumestu
embættunum og hylli stjórnarherranna, bæru þeir sig eftir björg-
inni.
Af Brynjólfi er það að segja að hann átti um það er lauk fleiri
námsár að baki en flestir jafnaldrar hans. Að afstöðnu lögfræöi-
prófi hefði hann sjálfsagt krókalítið getað fetað sig upp í yfirdóm-
arasæti eins og Jón bróðir hans gerði í fyllingu tímans. Pétur hróðir
þeirra, sem var guðfræðingur, lét sig ekki muna um það að verða
fyrsti forstööumaður Prestaskólans í Reykjavík og loks biskup. -
Hefði Brynjólfur frekar kosið að hasla sér völl á sviði stjórnsýslu
en dómsmála, þá hefði hann getaÖ stefnt á landfógeta-, amtmanns-
eða jafnvel stiftamtmannsstól. En sú varð raunin á að hann hreppti
hlutskipti, sem á skammri ævi færði honum meiri frama en honum
hefði mátt hlotnast á langri ævi heirna á Islandi. Hann gerðist
starfsmaöur í rentukammeri, fyrst ólaunaður volonteur eins og þá
tíðkaðist; en fyrr en varði var hann orðinn forstöðumaður í ný-
stofnuðu Islandsráðuneyti.
Frami Brynjólfs var bæði skjótur og mikill, og munu margir
hafa vænzt mikils af þegar svo ágætur maður fékk annað eins tæki-
færi til þess að vinna landi sínu og þjóð. OSrum löndum hans hef-
ur sjálfsagt vaxið í augum hversu hátt hann steig í virðingastigan-
um. En seta hans „hefðar uppi á jökultindi“ var ekki löng orðin
þegar heilsan hvarf honum með næsta sviplegum hætti. Var for-
sj ónin honum þá svo náðug, að senn var saga hans öll.
Þann skamma tíma sem Brynjólfur starfaði í Islandsráðuneytinu
lágu stórviðburöir í loftinu og afdrifamiklum málum var til lykta
ráðið. Honum voru þá falin verkefni, sem hugsanlega hefðu getað
valdið aldahvörfum í sögu Islendinga - og raunar fleiri þegna
danska ríkisins. Hefði þá getað oröið mjótt á munum, hvort stjórn-
arlög íslendinga, sem Brynjólfi var falið að semja, hefðu kallað
yfir hann ævarandi þökk landa hans eða gert nafn hans bölvað í níu
liði.
Það setur óhjákvæmilega strik í reikninginn að aldrei reyndi á
tillögur Brynjólfs, vegna breyttra aðstæðna eða stefnuhreytingar