Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 205
SKÍRNIK FJÖLNISMENN OG ÞJÓÐARSAGAN 203
nýrra gagna við yfirlit sögu, sem áöur var talin svo ýtarlega rakin,
að naumast yrði nokkru sinni um bætt. Minnir það enn á, að lengi
getur verið von á einum.
Enn ber höfundi lof fyrir evrópskt baksvið, þótt lýsingar hans á
óróa ársins 1848 séu styttri en svo að fullrar nákvæmni verði gætt.
Hætt er líka við að ennþá séu öllum þorra fullorðinna Islendinga
ekki nægilega kunn hugtök eins og Egðustefna og alríkisstefna (bls.
204) eða einríkisstefna (bls. 47), svo að hægt sé að nota þau í ís-
lenzkum ritum án frekari skýringa.
Það mega kallast háðsk forlög sem því réðu, að íslendingurinn
Brynjólfur Pétursson var fenginn til þess að kanna fj árhagsskipti
hertogadæmanna við ríkið. Líkast til hefur Brynjólfur eins og vel
flestir landar hans haft samúð með blessuðum kónginum, en mestu
skömm á ólukku Slésvíkholsetunum og þeim illa anda sem í þeim
grasseraði. En í þessum efnum fór Jón Sigurðsson eigin götur, rétt
eins og í kláðamálinu. Sá var einn munur að hér gat hann þagað,
þar varð hann að kalla yfir sig talsverða hættu. En síðari kynslóðir
hafa ekki annars staðar betra færi á að greina yfirburði Jóns.
A frelsisárinu mikla, 1848, tókst hið merkasta samstarf með Jóni
Sigurðssyni og Brynjólfi, og kemst það helzt í samjöfnuð við sam-
ræmdar aðgerðir þeirra þegar alþingistilskipunin var til umræðu í
Hróarskeldu 1842 (bls. 175-80). Hér sést sem oftar, að skoðanir
þessara tveggja manna eru í engu verulegu skiptar, þótt þá hafi
greint á um aðgerðir og röksemdafærslu.
Sjáanlega voru menn þessir ólíkir að skapsmunum. En þá má
vera vert að nefna það, að óvíða eða hvergi í varðveittum skrifum
þeirra örlar á yfirlæti eða drýldni, þó að sumir samtíðarmenn þeirra
orði þá við tildur og stærilæti, einkum þó Brynjólf.
Forláta hurokrat hefur Brynjólfur verið eins og fleiri lögfræðing-
ar sem skóluðust í stjórnarskrifstofunum á dögum einveldisins. Hafa
menn tæplega enn náð að taka þeim fram í öðru en notkun skrif-
stofuvéla. Ég leyfi mér að líta á bréf Brynjólfs, þar sem hann leggur
fram tillögur sínar um hversu haga skyldi verkaskiptingu í íslenzku
stjórnardeildinni nýstofnuðu, sem eins konar lokapróf í skrifstofu-
haldi. (Sjá Skírni 135. árg., 1961, bls. 187-193).
Ætla mætti annað eins og á gekk víða um lönd 1848, að borið
saman við þau ósköp hafi það ár orðið íslendingum tíðindasnautt.