Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 108
106
HELGA KRESS
SKÍRNIR
aldrei hafa heyrt sögur með þveröfugu innihaldi ... því svoleiðis sögur hljóta
þó fjandakornið að vera hæði sannari og merkilegri en hinar. ... En merki-
legast af öllu finnst mér þó að þú skulir hafa orðið það sem þú ert. Það er
svo merkilegt að ég er viss um að það mundi aldrei hvarfla að neinum sagna-
smið óbrjáluðum að færa það í letur og lesa fyrir börn. Því það sem ekkert
er en verður ofurlítið sjá ekki aðrir en fólk einsog við. Hinir sjá aðeins það
stóra sem gerir eitthvað stórt af því það er stórt. En ef þeir sæju þig samt, þá
mundu þeir örugglega ekki koma auga á breytinguna. Já, breytinguna lags-
maður, þú hefur breyst, og það er það sem er það merkilega. (2:299-300)
Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um, að í þessum orðum
er falinn tilgangur Yésteins með bók sinni. Að skrifa sögu með
hversdagslegt fólk að fyrirmyndum, sem lesendum er ætlað að
þekkj a sig í og læra af.
Kjartan er hetja sögunnar, og hreyting hans, sem oft ber á góma
(t. a. m. 2:193, 275), er fólgin í þroska hans. Og í sögulok stefnir
hann enn áfram í leit að sjálfum sér. I lýsingu Gunnars kemur einn-
ig fram þróun, en neikvæð. Andstætt Kjartani gefst hann upp fyrir
umhverfi sínu og samlagast því, með fullri vitund um hvað hann er
að gera.
Það sem einkennir kvenlýsingar sögunnar er hins vegar kyrr-
staða. I henni er engin kvenpersóna sem gæti verið fyrirmynd
kvenna sem lesenda og þær þroskast með, og engin dæmigerð kven-
lýsing. Ég efast um að lýsing Ingu t. a. m. höfði til nokkurrar konu
af alþýðustétt, eða er þetta raunhæf lýsing á slíkri konu?
- Þú lyktar af kjöti og ódýru ilmvatni. Þú málar þig og klæðir einsog þú hafir
aldrei komist í kynni við neitt velsæmi. Þú ert heldur ekki af neinu fólki. Þú
ert ómenntuð, þú hefur bara unnið, þú ert ófrísk, þú ert lífsreynd, þú ert ekki
nógu gapandi kvenleg, ekki nógu smart og lekker, þú ert skríll og verður aldrei
neitt annað en skríll. (2:124)
Tilsvarandi lýsingu á sjálfum sér fær enginn karlmaður sögunnar
íraman í sig, og þótt Kjartan segi þessi orð út frá sjónarmiði móð-
ur sinnar, þá sannast þau í rás sögunnar. Inga er skríll og heldur
áfram að vera það. Konur breytast ekki né þroskast á sama hátt og
karlmenn. I umræðu sinni um að verða „uppréttur maður“ segir
Kjartan við Ingu:
Það var Gunnar sem réð úrslitum. Mig langaði ekki til að verða einsog hann.
Mig langaði til að verða það sem hann Skúli kallar að vera uppréttur maður,
þú skilur?