Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 197
SKIRNIR
FJÖLNISMENN OG ÞJÓÐARSAGAN
195
legur hluti þess sem sæmilega menntaðir Evrópumenn - og eru Dan-
ir þá ekki undanskildir - vissu um Island og íslenzk málefni um
þessar mundir, hafi verið fengið beint eða eftir krókaleiðum úr
ferðabók Hendersons.
Upphaf frjálsrœðisstefnunnar í Danmörku er enn einn inngangs-
kaflinn, og er þar einkum fjallað um upphaf hins svo kallaða „natio-
nal-liberala“ flokks í Danmörku. Þjóðfrelsisflokk kölluðu Skírnir og
íslenzku blöðin hann á sínum tíma, en það gat þýtt hvað sem var,
rétt eins og nöfnin á íslenzku stjórnmálaflokkunum nú. En ætti að
gera þetta nútímalesendum ögn skilj anlegra, mætti e.t.v. tala um
flokk frjálslyndra þjóðernissinna, þar sem þjóðernisstefnan sat þó
ávallt í fyrirrúmi, en frjálslyndið var ótal skilyrðum og takmörk-
unum háð.
Fróðlegt hefði verið að fá nánari útlistun á því, sem að baki stóð
óspektunum í Kaupmannahöfn haustið 1830, þegar gremja almenn-
ings beindist samtímis að Gyðingum og öðrum okurkörlum, og aft-
urhaldssömustu ráðgjöfum konungs. En þá verður höfundur líkast
sem lystarlaus og staður í senn. Hér skyldi þó ekki eima eftir af
gamla tómlætinu, sem andaði íslenzkum sagnariturum því stundum
í brjóst, að íslenzkir atburðir ættu helzt ekkert skylt við það sem
gerðist í framandi löndum. Rétt eins og enn má heyra menn tala um
alíslenzkar stjórnmálastefnur og gott ef ekki alíslenzkan kristin-
dóm.
Það ætti að vera gagnlegt að kynnast þróun frjálslyndra skoðana
í Danmörku á ævikvöldi einveldisins þar. Þá eins og oftar hneig allt
gamalt og gróið og virðulegt á sveif með ríkjandi ástandi eða kerfi
eins og nú mundi sagt. En það hefur löngum fyrir hinu gróna og
virðulega átt að liggja að hrekjast úr einni varðstöðunni í aðra,
hreiðra um sig í nýjum og nýjum stað, en halda því samt ávallt
fram, að hingað til hafi margar breytingar orðið til blessunar, enda
verið sjálfsagðar. Nú sé þó svo komið, að engu megi framar þoka.
Það liggur í augum uppi að rétt eins og stöðugar fréttir, sem
Danir höfðu af þróun mála í Frakklandi og Þýzkalandi, skiluðu
þeim fram til stj órnmálalegs þroska, þannig lærðu Islendingar heil-
mikið af bollaleggingum Dana og fréttum frá Danmörku á árunum
áður en tekið var til óspilltra málanna við að ræða stjórnmál á Is-
landi. Hér vantar þó enn fullnaðar könnun; en dæmið af sr. Ólafi