Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 84
82
HELGA ICRESS
SKIRNIR
1963, þegar Gunnar og Kjartan er látin gerast.12 Af þeim um 60
konum, nafngreindum eða ónafngreindum, sem aS einhverju leyti
snerta nútíð sögunnar, eru 11 tengdar einhverri atvinnu, þ. e. um
18%, og dreifing þeirra á stéttir er ákaflega einhæf. 4 vinna við
heimilisstörf, 3 í matvörubúð, 1 verkakona, 1 iðnverkakona, 1 skrif-
stofustúlka og að lokum fyrrnefnd forstöðukona listasafns.
Þetta kann að virðast nokkuð ósanngjörn gagnrýni, en með tilliti
til að verkinu er ætlað að vera breið samfélagslýsing og beinlínis
taka fyrir þj óðfélagsmál, verður þar a. m. k. að koma fram réttur
tölfræðilegur þverskurður þjóðfélagsins.
IV
Kynferði er sá yfirskipaði þáttur sem ræður öllum kvenlýsingum
í Gunnari og Kjartani. Persónur og atburðir eru eingöngu séðir
með augum karbnanna, og skiptir þar engu hvers sjónarhornið er,
sögumanns, almannaróms, karlpersóna eða kvenpersóna.
Sem dæmi um þetta karlmannasjónarhorn sögunnar má taka frá-
sögnina af fyrstu fundum þeirra Kjartans og Áslaugar:
Þeir þurftu að bíða svo lengi eftir að einhver kæmi til dyra að Kjartan var
í þann veginn að fara að hringja í þriðja sinn þegar hurðin opnaðist í hálfa
gátt og ung stúlka spurði hvað þeir vildu og mældi þá út einsog hún héldi að
þeir væru sölumenn eða rukkarar. Kjartan svaraði engu og mældi hana út ekki
síður en hún hann, en á annan hátt. Hún var falleg. Með stór brún augu og
svart hár sem hún batt í hnút afturá hnakka. Brjóstamikil, en samt mittisgrönn
og með fallega fætur. (69)
Á konur er litið sem kynverur, en ekki á karlmenn. Útliti þeirra
og kyntáknum er því oft lýst rækilega, t. a. m. fylgir Áslaugu gjarn-
an viðurnefnið „þessi með brjóstin“ (2:137), „þessi andlausa með
brjóstin“ (29), „þessi vitlausa með brjóstin“. (320)13 Tilsvarandi
lýsingar á karlmönnum finnast ekki í bókinni, og um útlit aðalper-
sónunnar Kjartans fá lesendur engar upplýsingar.14
Tilvitnunin sýnir ennfremur að sagan gerir ráð fyrir að konur
líti á karlmenn á annan hátt en þeir líta á þær. Enda kemur það
aldrei fyrir að konur séu látnar líta á karlmenn sem kynverur, held-
ur er kynviðhorf karlmannasjónarhornsins fært yfir á þær. Þær
líta því á sjálfar sig með karlmannsaugum og alltaf í afstöðu við
karlmenn. Þetta kemur fram bæði í sambandi við Áslaugu og Ingu: