Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 206
204 BERGSTEINN JÓNSSON SKÍRNIR
En lesi menn kaflaupphaf á bls. 211, vor yfir Islandi, sjá þeir að
ekki urðu þeir afskiptir með öllu. Þar segir:
Fyrstu vorskipin komu til íslands um miðjan apríl 1848 og meS þeim fregn-
irnar um konungaskiptin í Danmörku, febrúarbyltinguna og uppreisnina í her-
togadæmunum. Ný félagsrit komu snemma til Islands þetta ár og færðu lands-
mönnum Hugvekju til Islendinga. Jón SigurSsson stóð einnig í bréfaskiptum
viS marga og þar á meSal viS nafna sinn Jón GuSmundsson í Reykjavík. Það
var að ráðum Jóns Sigurðssonar, að Jón Guðmundsson beitti sér fyrir almenn-
um fundum um landsins gagn og nauðsynjar og naut viS það aðstoðar séra
Hannesar Stephensens að Ytra-Hólmi á Akranesi, en fyrr en varði rak hann
sig á óvænt. sker.
Hér eru nefndir almennir fundir. Eftir fáein ár var alsiða að boða
til slíkra funda, en fyrir 1848 eru þeir með öllu óþekktir á íslandi
og hefðu sjálfsagt verið bannaðir og álitnir uppreisnarvottur. Þetta
hefði að ósekju mátt koma hér fram.
Þá víkur sögunni að Mathias Hans Rosenpm, sem hér var stift-
amtmaður 1847-’49. Um hann greinir þá verulega á, sem um tíma-
bil þetta skrifa, og má segja að Aðalgeir hafi dregið fram nýjar
upplýsingar, sem leyfa honum að tala um mann þennan af fullum
myndugleika.
Einhvern veginn hefur Páll Eggert ánetjazt Rosentírn og sann-
færzt um skilning hans á málstað Islendinga 1848 ásamt einlægni
hans, og að heilindi hans hafi verið með ólíkindum af Dana að vera
í garð alþingismanna og annarra landsmanna. Það kann að hafa
stuðlað að þessu, að vel fór á með Rosendrn og Víðivallabræðrum,
einkum Pétri. Við þetta hætist að Páli duldist ekki andúð Barden-
fleths á íslenzkri sjálfstjórn. Hér kemur enn til yfirsjón Páls, sem
verður Rosenprn til framdráttar: Páll sannfærist um að konungs-
hréfið frá 23. sept. 1848 hafi verið samið áður en bænarskrá Þing-
vallafundarins frá ágúst 1848 harst réttum viðtakendum.
Reyndar taldi Lúðvík Kristjánsson 1960 að Jón Guðmundsson
hefði komið efni samþykktarinnar eða bænarskrárinnar til Jóns
Sigurðssonar, sem aftur hefði látið boð ganga til væntanlegra mót-
takenda. En hér sýnir Aðalgeir fram á að Rosendrn hafi í hréfi sent
danska þýðingu bænarskrárinnar, og hafi hún þannig svo snemma
borizt réttum viðtakendum, að fyrrnefnt konungsbréf hafi að hluta
verið samið sem svar við tilmælum hennar. Er þetta reyndar sann-