Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 131
SKÍRNIR
SEYÐISFJARÐARÁR
129
Ekki er að eía, að GuSmundi óx ásmegin viS suSurförina, kynn-
in af Birni Jónssyni og starfsliSi hans, en IsafoldarprentsmiSja var
þá stærsta og virSulegasta prentverk landsins. A þeirrar tíSar mæli-
kvarSa hlaut þaS aS teljast viSurkenning aS vera valinn til aS yrkja
samkvæmisljóS til heiSurs útlendingum og þaS af íbúum höfuS-
borgarinnar. Enda leggur hann nú inn á nýja braut í IjóSagerS -
yrkir söguljóS, er hann nefnir Bóndann á Brimnesi. EfniS var tekiS
úr munnmælasögu norSurþingeyskri. KvæSiS las hann upp í Bind-
indishúsinu á SeySisfirSi síSari hluta vetrar 1895 og var gerSur aS
því góSur rómur. ÁgóSann gaf GuSmundur til hjálpar hágstöddum,
sem orSiS höfSu fyrir skaSa í nýafstöSnu fárviSri. VerSur ekki ann-
aS séS af frásögn Austra en GuSmundur hafi staSiS einn aS þessum
mannfundi. Eftir því aS dæma hefur kvæSiS hlotiS aS vera nokkuS
langt.
Þetta söguljóS, sem nú mun glataS, er líklega fyrsta alvarleg til-
raun hans til IjóSagerSar. Frá þessum vetri eSa vorinu 1896 er
kvæSiS Farfuglinn, sem brátt komst á margra varir:
Sunnan lengst úr löndum
leiðstu’ á vængjum þöndum,
fagri fuglinn minn,
hreiður til að taka,
til að syngja og kvaka, -
kæri gestur, vertu velkominn.
Foldu fjallahvíta
fýsti þig að líta, -
er hún ættjörð þér?
Hyggstu hér að finna
hreiður feðra þinna,
ungi vinur, ertu borinn hér?
Sjáðu blána á brúnum,
bletti grænka’ í túnum,
læki líða um sand;
sjá, hve sólin þíðir,
sviftir snjó og prýðir
okkar beggja elskað fósturland.
Sveifstu yfir öldum,
efst mót stormi köldum,
nótt og nýtan dag;
nú er náð til strandar,
nú er létt þú andar,
syngur þú þitt sigurfararlag.
Syng þú sætum rómi,
syng þú ungu blórni
viðkvæm vögguljóð.
Syng þú hátt í hlíðum,
hreinum rómi og blíðum,
þar sem bergmál bezt þín finna hljóð.
Veturinn 1896 var þriðja starfsár Leikfélags Seyðisfjarðar. Síðari
hluta þessa vetrar sýndi leikfélagið Ævintýri á gönguför við mikla
aðsókn og hrifningu. Leiklistaráhugi virðist hafa verið mikill á
Seyðisfirði um þessar mundir, enda margt af fólki, sem séð hafði
9