Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 69
SKÍRNIR
SEINT BORGUÐ KIÐIN
67
dýr séu í ráðum með mennskri hetju í munnmælasögu, er sú saga
ekki dýraævintýri, því að þá er aSalpersónan mennsk. Dýrin í AT
248 eru tvö, fugl og hundur. Hlutverk hundsins er lítiS. Hann nýtur
góðs af fuglinum um stund, en dauði hans verður orsök aðalvið-
burða sögunnar. Fuglinn er aðalpersóna dýrasögunnar, og við
mennskun hennar er hlutverk hans hið eina sem fá verður manni
eða mönnum. I sögunni af Kiða-Þorhirni taka Þorsteinn og Kufl-
ungur við hlutverki fuglsins, Þorsteinn tekur við þeim hluta þess
sem fólginn er í sífelldum aðvörunum er svara til hótana fuglsins.
ViS meiru af fuglshlutverkinu getur hann ekki tekið, því að hann
er góður maður og bróðir Þorbjarnar. í dýraævintýrinu er dýrum
ekki aðeins fengiS vit og athafnamáttur manna. Kraftur þeirra er
í rauninni meiri en manna, því að hinir sérstöku hæfileikar dýranna
glatast ekki. í AT 248 býr fuglinn yfir ofurmannlegum og djöfulleg-
um krafti til þess að koma hótunum sínum fram. ÞaS verk hefur
varla verið ætlandi venjulegum mennskum manni. Til þessa djöful-
lega hlutverks hefur því verið fundin djöfulleg persóna, Kuflungur,
sem sóttur er til annars heims.
Þó að Kuflungur og allt hið yfirnáttúrlega efni sögunnar séu við-
bætur við dýrasöguna, virðist þetta efni samt komið í sögu KiSa-
Þorbjarnar vegna mennskunarinnar. Um leið og Kuflungur er
genginn í leikinn, er hægðarleikur að draga sögunni meira efni úr
sömu átt. Þegar í upphafi, þegar sagt er að kiðin séu ómerkingar,
vaknar grunur um yfirnáttúrlegan eiganda. Óhugnaðurinn hefst svo
í alvöru, þegar Kuflungur kemur að heimta kiðagjöldin, og hrylli-
krafturinn eykst og nær hámarki í tröllskap og mannáti Maurhildar.
Ekki er greint hverrar þjóðar í öðrum heimi Kuflungur sé, en hann
á bersýnilega skylt viS huldufólk. Alþekkt er að huldufólk launar
fyrir sig, hvort heldur er gott eða illt. MaSur af því tagi gat tekið
við hefndarhlutverki fuglsins, og ekkert var eSlilegra í íslenzkri
sögu en aS hann launaSi fyrir skepnur sínar. ÞaS er venjuleg huldu-
fólkssaga. Onnur huldufólkssaga sem bætt er viS hiS upphaflega
efni er frásagan um konurán Kuflungs, sem kemur í staS annars
hlekks hefndarkeSju upphaflegu sögunnar. Þessi saga á sér augljós-
ar hliSstæSur í þjóStrúarsögnum, og minniS um konuna á stólnum
má t. d. finna í ÞjóSsögum Jóns Árnasonar, I, 556-58. Sá munur
er þó á, aS Þorbirni tekst ekki aS ná konu sinni aftur.