Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 199
SKÍRNIR FJÖLNISMENN OG ÞJÓÐARSAGAN 197
Sæmundsson fellur frá, en áður hafði hann sagt sundur félagsskapn-
um árið 1838, þegar honum ofbauð seinlæti og slóðaskapur Jónasar
og Konráðs, og gerðist hann um hríð einn útgefandi ritsins.
Það vill oft gleymast að upphaflega er varla um félag að ræða í
sambandi við Fjölni, heldur eins konar triumvirat laganema, sem
Tómasi er aukið í á síðustu stundu. En hið eiginlega Fjölnisfélag,
sem hæglega hefði getað orðið vísir að stj órnmálaflokki eða öðru
áþekku, er ekki stofnað fyrr en 1839. Þá fór í hönd skeið, þegar
með köflum kallaði meira á krafta Brynjólfs þar á bæ en fyrr hafði
gert. Koma þá fram ýmis efni, sem hugsanlega mætti draga af rök
fyrir því, að Brynj ólfur hefði getað orðið liðtækur flokksforingi og
stjórnmálamaður, hefði hann lifað og starfað á frjálslegri öld.
Höfundur kýs að rekja samskiptasögu Jóns Sigurðssonar og
Fjölnismanna eftir hinum kunnustu gögnum, svo sem jafnan hefur
verið gert til þessa, þ.e. hréfum og öðrum plöggum Jóns. Gefst þá
væntanlega enn nýjum kynslóðum kostur á að fella sinn dóm í því
máli, sem í orði kveðnu snerist um nafnið Fjölni, en í raun réttri
um það hvort meira skyldu ráða Jón Sigurðsson og þeir sem um
hann voru að skipa sér, eða þeir sem uppi stóðu af stofnendum
Fjölnis.
Þegar Tómas var fallinn frá og Jónas oftast fjarverandi frá Kaup-
mannahöfn, hlaut Brynjólfur að þokast í fararbrodd Fjölnismanna.
Jafnframt er hann eftir sem áður helzti diplomat þeirra og sá þeirra
sem helzt gat vandkvæðalaust lynt við allan þorra manna og náð
samkomulagi með samningum, þótt í einhverju þyrfti að slaka til.
Ég sé ekki ástæðu til þess að saka einn öðrum fremur, þó að sam-
komulagið færi út um þúfur hjá svo ólíkum mönnum sem hér voru
saman komnir. En það er staðreynd að Jón og hans menn fóru sína
leið, þrátt fyrir sáttfýsi og samningalipurð Brynjólfs. Held ég að
fyrr eða síðar hefði hið sama skilið Jón frá félagi Konráðs og vina
hans og það sem varð til þess að Tómas sleit félagsskapnum við þá
á sínum tíma. Hefur þá bezt farið sem fór, þegar Jón fór sína leið
með vísinn að hirð sinni, sem löngum átti eftir að láta hann einan
um að marka stefnuna og ráða ferðinni. Annað mál er það, að áð-
ur en lauk hlupu flestir undan árum hjá honum og yfir á fley stjórn-
arinnar, þegar þeir eygðu þar hægan sess fyrir sjálfa sig til æviloka.
Einnig held ég að ekki hefði verið á betra kosið en að Fjölnis-