Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 130
128
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
SKÍRNIR
Hinn 9. ágúst héldu góðtemplarar í Reykjavík samsæti til heiðurs
tveimur amerískum bindindiskonum, er hér voru á fyrirlestraferð
það sumar. Var Guðmundur fenginn til að yrkja ljóð í því tilefni.
Hann var þá þegar orðinn eindreginn fylgjandi Góðtemplararegl-
unnar.
Um Reykjavíkurdvöl Guðmundar og vistina í Isafoldarprent-
smiðju mun fátt eða ekkert kunnugt frá sjálfum honum. Hins vegar
er til glögg og lifandi mynd af æskumanninum Guðmundi Magnús-
syni sumarið 1895, gerð af sýslunga hans, Friðriki Guðmundssyni
frá Syðra-Lóni.
I endurminningum sínum segir Friðrik frá Þingvallafundarferð
sinni 1895, en þá ber fundum þeirra Guðmundar saman. I upphafi
frásagnarinnar kemur fram, að Friðriki þykir hafa rætzt furðuvel úr
óráðnum unglingspilti, sem brotizt hafði burt úr heimahögum í
vantrú allflestra, en starfar nú í aðalprentsmiðju landsins vel liðinn
af öllum. Hann lýsir fundum þeirra í prentsmiðjunni:
Ég þokaðist inn fyrir dyrnar, veit að ég var hálf ráðaleysislegur, en óðara var
Guðmundur kominn til mín, og fallegu augun hans spegluðu gleðina og róm-
uðu bróðurþelið.
Frásögn Friðriks sýnir ungan næmlyndan mann og frásagna-
glaðan, sem grandskoðar umhverfi sitt, hefur gert sér glögga grein
fyrir sérkennum bæjarlífs og mismun þess og sveitalífs, mann sem
var tekinn að leita fanga til skáldskapar, safna reynsluforða, svo að
eigi aðeins líf og örlög manna, heldur jafnvel gamlir munir á forn-
gripasafninu og legsteinar verða honum sögubrunnur. Jafnvel lít-
ur svo út sem hann hafi þá þegar verið farinn að rannsaka mann-
gerðir (karaktera):
Það er ekkert hægra megin til á henni. Ollum, sem þekkja hana kemur sam-
an um það. Ég tók upp á því að láta hana þvo fyrir mig aðeins til að læra að
þekkja hana.
Þannig farast Guðmundi orð um kerlingu eina er þeir hittu á
göngu sinni um bæinn úti fyrir tjörguðum húskofa og er harla skrít-
in í tilsvörum við þá. Það kemur einnig fram í frásögnum Guð-
mundar af hæjarlífi, að honum var ósárt þótt háskólaborgarar færu
halloka, jafnvel fyrir vinnukonum, líkt viðhorf og í kvæðinu um
j árnbrautarmálið.