Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 238
236
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Schéma n° 4.
Le systéme vocalique de Vislandais d’aprés l’analyse des radiofilms.
Aperture Pré- palatale Palatales Vélaires Pharyngale
1 i I 1 | u
2 e 1 0
3 i Y
4 1 ö a
Non-labiallsées Labiallsées Non- labiaiisée
sagt verið í fornmáli, ella hefðu löng og stutt sérhljóð fornmálsins vart þróast
svona misjafnlega, tæplega gerandi ráð fyrir að því hafi hljóðlengdin ein ráð-
ið. Þetta fer ekki í hág við þaff aff á 12. öld hafi menn skynjaff lengdarmuninn
sem mikilvægasta aðgreiningarþáttinn (sbr. fyrstu málfræðiritgerðina).
Svo sem vænta mátti reyndust öll lokhljóff sem mæld voru í þessum rann-
sóknum Magnúsar, órödduff, enda hefur þaff almennt veriS viðurkennt sem
meginregla í íslensku. Hann telur að frávikin sem Stefán Einarsson fann frá
þessari reglu (rödduð b, d, g á eftir nefhljóði) megi skýra sem einstaklings-
bundinn framhurð hljóffhafans, Arsæls Sigurðssonar. Sú skýring kann að vera
rétt, en ég held að rannsóknir skorti til að staðhæfa nokkuð um þetta. Að
minnsta kosti þykist ég hafa orðið var þessa framburðar allvíffa með sunn-
lendingum, og þeim sem þekktu Ársæl mun ekki hafa þótt framburður hans
neitt undarlegur, aff því er ég best veit. En Ársæll var landeyingur, eins og
kunnugt er. Margvísleg frávik af þessu tagi eru þessleg að nauSsyn er víff-
tækra rannsókna til að skera úr slíku.
Ymislegt hefur verið sagt um íslensk lokhljóð sem niðurstöður rannsókn-
anna hrekja. Til að mynda er fróðlegt aS kynnast því að myndun fráblásnu
hljóðanna p, t, kj, k - sem löngum hafa veriS nefnd harðhljóS - er í raun
kraftminni en myndun samsvarandi fráblásturslausra lokhljóða, b, d, gj, g.
Nafngiftir eins og „harðhljóð“ og „linhljóð" eru því öfugmæli. Fráblásturinn
á eftir framstæðu lokhljóðunum p, t, kj, k (pá, tá, kjá, káj er því engan veg-
inn neins konar sprenging eins og gefiff er í skyn með nafngift eins og ex-
plosive eða plosive, eða ýmsum skýringum á myndun þessara hljóða. Fráblást-
urinn sem heyra má glögglega í svona samböndum stafar sem sé ekki af því að
loftþrýstingurinn frá lungunum eigi þátt í því að lokunin rofni, heldur af öðr-
um orsökum, og eru skýringar fræðimanna margvíslegar. Hins vegar er því
ekki að neita að vitandi vits er auðvelt að láta talfærin mynda fráblásin hljóð
með þessum hætti (láta loftþrýstinginn „sprengja fram“ hljóðið), en þar kem-
ur fyrst og fremst til greina vilji athugandans við myndun einstalcs hljóðs,
ekki hlutlaus athugun á hljóðinu í eðlilegu samhengi mælts máls.