Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 67
SKÍRNIR
SEINT BORGUÐ KIÐIN
65
inn bíð'ur á meðan. Þá ber þar að ekil með vagn sinn. Fuglinn hróp-
ar til ekilsins að gæta að hundinum og gera honum ekki mein. Ann-
ars skuli hann fá borgað. En ekillinn skeytir því engu. Hundurinn
verður undir vagninum og bíður bana. Þá kallar fuglinn, að þessa
muni verða grimmilega hefnt og ræðst heiftúðlega á ekilinn. Ekill-
inn reynir að slá frá sér með barefli, en missir marks. Fuglinn hróp-
ar í sífellu sömu hótunina um hefnd, og ekillinn verður viti sínu
fjær af þessari undarlegu ásókn. Nú sezt fuglinn á haus hestanna
hvers af öðrum, en maðurinn slær þá til hans með þeim afleiðing-
um að hann drepur hestana hvern eftir annan. Fuglinn heldur enn
áfram hrópum sínum og árásum, en ekillinn verður að skilja vagn-
inn eftir og gengur heim til sín. Fuglinn ofsækir hann alla leið og
kemst inn í húsið. Þar verður mikill eltingaleikur sem ekki lýkur
fyrr en aleigu ekilsins hefur verið spillt, en fuglinn sleppur samt.
Eftir það leggur hann enn til atlögu, sem lýkur með því að ekillinn
nær honum. Honum þykir nú einfaldur dauðdagi fuglsins of mild
hefnd fyrir það sem orðið er, ákveður að éta fuglinn lifandi, setur
í munn sér og kyngir. En fuglinn flögrar enn, kemst með hausinn út
úr munni mannsins og hrópar sem fyrr hótunina. Þá lætur maður-
inn konu sína slá til sín með barefli til þess að vinna á fuglinum,
fellur sjálfur dauður fyrir högginu, en fuglinn flýgur sína leið.
Kjarninn í þessu dýraævintýri er greinilega sá, að ódæðisverk á
saklausu dýri hefnir sín og leiðir til þríliða refsingar. Með þeirri
uppsetningu sem áður var höfð:
[hundsdrápið] —> [1. hestamissir, 2. aleigumissir, 3. líflát]
Glæpurinn er hér fullkomið jafngildi glæpsins í Kiða-Þorhjarn-
arsögu, og fyrsti og þriðji liður refsingarinnar eru þeir sömu.
Annar liður er að vísu ekki eins, en þó má með góðum vilja
finna þar svolitla líkingu, því að heimili mannsins er lagt í auðn
á hvorn veginn sem er. Þó að þríliðuð stígandi refsing fyrir glæp
megi virðast svo einföld og mannleg hugmynd að hún gæti sprottið
upp hér og þar á ýmsum tímum án sambands á milli, er þessi lík-
ing of mikil til þess að slíkri skýringu verði beitt. Glæpurinn er í
báðum sögunum vonzka við dýr, og fyrsta refsingin er dráp hests
eða hesta mannsins. Því er sú niðurstaða óhj ákvæmileg, að beinn
skyldleiki sé með þessum sögum.
Þegar hafðar eru í huga landfræðilegar aðstæður, útbreiðsla
5