Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 231
SKÍRNIR
RITDÓMAR
229
annar þýskur fræðimaður, Hans Schottmann, gefið út ritverk um íslenskan
Maríukveðskap og er þaS doktorsrit hans (Habilitationsschrift). Rit þetta er
mikið að vöxtum, nær sex hundruð þéttprentaðar blaðsíður.
Verk Hans Schottmann skiptist í 11 meginkafla sem flestum er svo skipað
niður í þætti. AS lokum fylgir ritaskrá og þríþætt registur: Stellenregister,
Wortregister og Schlagwortregister, en þessar skrár eru gerðar af Uwe Ebel.
Lengsti kafli bókarinnar og jafnframt sá fyrsti fjallar um málfar og stíl
MaríukvæSa. Þar er rækileg grein gerð fyrir venjubundnu líkingamáli þess-
arar tegundar helgikvæða og það borið saman viS skáldskaparmál annarra
helgikvæða, einkum dýrlingakvæði, og á hinn bóginn við rímur. Um leið sýnir
Hans Schottmann fram á skyldleika þessa tungutaks viS latneskan og annan
evrópskan skáldskap um heilaga guðsmóður. Allgott yfirlit er í þessum kafla
um kenningar og heiti, notkun lýsingarorða, svo og þann guðfræðilega þanka-
gang sem að baki býr. Einurn þætti ver höfundur svo til að lýsa tilvitnunum til
biblíunnar í Maríukvæðum, og hefðbundinni biblíutúlkun (exegese).
Höfundur fjallar í löngu máli um Lilju, en áður hefur hann reifað upphaf
slíks kveðskapar og segir stuttlega sögu hans í Evrópu (Die heilsgeschicht-
lichen Gedichte). Því næst tekur hann til athugunar kvæði sem mjög draga
dám af Lilju, þe. Rósu, Milsku og Náð. Sérstakur kafli er hins vegar um
Ljómur, Kristbálk og Liljukvist (en svo nefnir hann Gjördi í einu), þar sem
þau kvæði eru ort undir öðrum hætti og nýrri en Lilja.
Síðasti hluti bókarinnar segir frá sambandi Maríujarteina og Maríukvæða;
heimildir hvers kvæðis eru raktar þar eins nákvæmlega og unnt er og metið
hverju sinni hvernig skáldi hefur tekist að vinna úr efnivið sínum, jarteinasög-
unni.
AS lokum dregur höfundur saman niðurstöður rannsóknarinnar, sýnir þró-
un þessarar kveðskapargreinar og gerir enn frekar grein fyrir hver tengsl þessa
skáldskapar eru við evrópska hefS og guðfræði miðalda. Hér skýrir hann stutt-
lega frá því hvaða nýjungar Eysteinn Ásgrímsson hefur fram að færa og lýsir
skoðunum sínum á því hvernig hefðbundinn kenningastíll dróttkvæða einfald-
ast á þessu méli og evrópsk áhrif, bæði retórísk og bragfræðileg, verða æ meiri.
Segja má, að verk Hans Schottmann sé amk. tvær sjálfstæðar rannsóknir.
Kaflinn um Lilju og kvæði þau sem stæld eru eftir henni, hefði vel getað
staðið sér, og raunar finnst mér þessi kafli kljúfa verkið í tvennt. Þó að
heilög guðsmóðir leiki stórt hlutverk í kvæði Eysteins, er umdeilanlegt, hvort
rannsókn á Lilju eigi heima með könnun Maríukvæða, enda þótt efniviðurinn
sé skyldur. Höfundurinn viðurkennir raunar að Lilja sé ekki Maríukvæði, en
sökum þess hve þáttur Maríu sé stór þar og í öðrum skyldum kvæðum, tekur
hann þessi kvæSi með. Þetta þykir mér reyndar höfuðgalli verksins: efniviður-
inn er svo umfangsmikill að höfundi hefur ekki allskostar tekist að hemja
hann. Betri yfirsýn yfir MaríukveSskap hefSi að líkindum fengist, ef höfund-
ur hefði takmarkað könnunina við hrein MaríukvæSi, en tekið Lilju til sam-
anburðar, einkum þar sem kennir samskonar stílþróunar.
Heilög guðsmóðir er kvenhugsjón miSalda; lofkvæði til hennar standa þess