Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 10
8
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
Hún átti víst erfitt með að fyrirgefa Bolla. — Eða Islandssagan,
sem eg og mínir jafnaldrar vorum látin læra í barnaskóla á ár-
unum kringum 1920. Hún var vissulega skemmtileg, en varla
nokkurs staðar hef eg orðið vör við slíka „bókstafstrú“ á forn-
sögur sem þar. Þessi íslandssaga mun þó hafa verið kennd all-
lengi í barnaskólum.
En hvernig stendur á því að íslendingasögum skyldi svo lengi
vera trúað? Ekki aðeins af íslenskri alþýðu, heldur einnig af
fjölmörgum fræðimönnum, skáldum og bókmenntagörpum inn-
lendum og erlendum? Hvernig mátti það vera, hafi þetta mestan
part ver,ið blekking? Tók þetta fólk kannski ekki eftir því hversu
langt hafði liðið frá því atburðirnir áttu að hafa gerst til ritunar-
tíma þeirra? Ekki hefur það breyst og söm eru handritin sem
geyma allar þessar bókmenntir. Hvað hefur þá breyst? Að vísu
veit eg að á undanförnum árum hafa farið fram nákvæmar
rannsóknir á handritunum, og mér finnst eg vel geta skilið að
þær rannsóknir geti reynst svo yfirgiipsmiklar, að þeim verði
eiginlega aldrei lokið. Eflaust getur sittlivað skýrst, ýtarlegri
vitneskja fengist um sum atriði, en varla svo að það geti valdið
miklum livörfum. (Reyndar sé eg, að íslendingasögur eru nú
taldar nokkru yngri en áður var álitið, þær elstu munu fyrr
hafa verið taldar ritaðar fyrir 1200, nú er varla að nefna eldri
en frá þrettándu öld.)
Fornminjar munu allra heimilda traustastar, þó þöglar séu,
en sjaldan hef eg heyrt getið um að rannsóknir á því sviði hafi
komið í bága við skráðar heimildir, en fremur hið gagnstæða.
Minnist eg þess t.d. að fyrir nokkru hafði fundist grunnur lít-
illar fornkirkju við Brattahlíð í Grænlandi, og kom þetta mjög
vel heim við frásögn í íslendingasögu. Mér virtist það allmerkur
fundur, en því miður hef eg aldrei síðan séð til lians vitnað,
utan einu sinni, og þá af manni, sem teljast mun leikmaður í
þessum fræðum.
Árið 1940 tók Sigurður Nordal sér fyrir hendur að sanna með
rökum að Hrafnkelssaga Freysgoða væri einvörðungu skáld-
skapur. Munu margir menntamenn hafa fallist á þá kenningu,
og þó að einnig hafi komið fram andmæli, bæði frá lærðum
og leikum, er ekki að efa, að þetta hefur, sem vænta mátti, haft