Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 73
SKIRNIR
JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐhAtÍÐIN
71
IV
Tímabilið 1865—1873 er mesta umbrotaskeið í íslenskri stjórn-
málasögu 19. aldar. Þá reyndi meira á en fyrr, livort Jóni tækist
að snúa 30 ára baráttu sinni svo í sókn, að sigurmarka væri von.
í flokki fornra liðsmanna hans vottar víða um þetta leyti fyrir
vonleysi og uppgjöf. Andskotar Jóns voru margir og þeir komu
úr ólíklegustu launsátrum. Þeir voru stundum eigi síður landar
hans en danskar vígvallakempur. Og áróðurinn gegn honum
var í stystu máli þessi: Miðlun er ekki til í orðabók hans, heldur
„at holde Vrþvlet gaaende", eins og Pétur biskup telur eftir Jóni
haft.18
í langri baráttu og þrálátri verður ekki hjá því komist að bæta
í skörð og endurnýja liðskost. Það var ekki að skapi Jóns að láta
deigan síga. Hann undi ekki að vera ætíð í varnarstöðu. Þjóð-
vinafélagið var stofnað 1871, en það má telja fyrsta vísi að skipu-
legum stjórnmálaflokki hér á landi. Undir merki þeirra samtaka
átti að hefja þjóðfrelsissókn, fylkja mönnum um allt land til liðs
við félagið, einkum hinni ungu kynslóð. Henni þurfti að koma
í skilning um, hversu áríðandi væri, að menn stæðu saman, væru
brennandi í andanum og skynjuðu til hlítar, að það væri ekki
þýðingarlaust „at holde Vrþvlet gaaende". Þótt Jón væri sex-
tugur, var starfsþrek hans óbilað og eljan mikil, enda þurfti víða
að taka til hendi. 1 svipinn lét hann sig öllu fremur skipta efl-
ingu Þjóðvinafélagsins. Þá var lionum jafnframt mest um liugað
að efna til eins konar pólitísks skóla, þar sem hann væri í senn
stjórnandi og kennari. Það gerði Jón með því að stofna í árs-
byrjun 1872 leynifélagið „Atgeirinn“. Þótt saga þess yrði ekki
löng, aðeins 5 ár, er hún þó umtalsverð. Á félag þetta hefur lítil-
lega verið minnst hér og þar í prentuðum ritum. Þar er þó margs
ógetið, sem af störfum þess þarf að segja. En eigi verður hér úr
því bætt.
Svo átti að heita, að „Atgeirinn" væri eins konar deild í Þjóð-
vinafélaginu. Bækistöðvar hans voru í Höfn, félagarnir voru 30—
40, flestir stúdentar, auk nokkurra frjálslyndra kaupsýslumanna.
Sjálfur taldist Jón ekki félagsmaður. Fundir þess voru ekki ætíð
á sama stað, en trúlega oft á heimili Jóns. Enginn vafi er á því,