Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 15
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
13
sex árum síðar en Þormóður, og sjálfur var í bardaganum, hafi
bætt við síðasta orði síðustu vísunnar, sem skáldinu hafi ekki
enst þróttur til að mæla. Auðvitað er alveg vandalaust að segja
að sú skírskotun til Haralds konungs sé tilbúningur, en eitthvað
er samt ólíkindalegt að nokkrum hefði hugkvæmst þetta án
tilefnis, og frá þessu atriði, sem raunar sýnist ekki stórvægilegt, er
greint bæði í Fóstbræðrasögu og Flateyj arbók, sem ekki ber þó
nákvæmlega saman í frásögnum sínum um dauða Þormóðar.
Og eitt er enn. í doktorsritgerðinni kvað vera sagt að „eng-
inn hafi verið til að nema utan ein kona útlend“. — En hvað
um alla þá særðu rnenn, sem eftir frásögn sögunnar byggðu á
þessari stund hið sama svið, — kornhlöðuna frægu, sem í skynd-
ingu hafði verið gerð að liermannaspítala? Eflaust hafa margir
þessara manna verið svo illa leiknir eftir bardagann að þeir
hafa ekki verið í skapi til að veita vísunum eftirtekt. En er
mögulegt annað en að einhverjir þeirra liafi haft það þrek og
rænu að þeir hafi lagt við hlustir, þegar skáld konungsins, það
skáld, sem þennan sama morgun liafði hvatt félaga sína fram
með kvæðalestri, tók að mæla fram sín síðustu ljóð? — Og hin
veglega, nafnlausa kona, sem þarna átti hlut að, hún var að
vísu norsk, en þau Þormóður voru þó rnælt á sömu tungu og
Norðmenn voru ekki óvanir að hlýða íslenskum skáldskap. Ekki
er heldur ólíklegt að þarna hafi verið staddir fleiri menn en
þessi kona til hjálpar hinum særðu mönnum, þó að hennar
einnar sé getið, af því að það var hún, sem var „læknirinn". —
En hvaða rök, sem færð eru fram um aðild Þormóðar að vís-
unum með eða móti, þá eru þær svo persónubundnar að það
eitt myndar sterkustu rökin fyrir því að þær séu orktar af þeim,
sem sjálfur hafði fundið fyrir hinum „dökkva malmi“ og vissi
að öllu var lokið.
Eg hef tekið eftir því, að nú er fremur sjaldan minnst á forn-
öld íslands, fornmenn eða fornrit, en þeim mun oftar á þeim
vettvangi talað um miðaldir, miðaldamenn og miðaldabók-
menntir. Að vísu á að heita að eg viti að fyrstu aldir íslands-
byggðar tilheyra þeim tíma, sem í mannkynssögunni kallast mið-
aldir, og raunar fellur meirihluti Islandssögunnar inn í það
tímabil. En þessar fyrstu aldir eru engu að síður fornöld Islands,