Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 19
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
17
og stundum ekki ólíkt því að sama efni hefði geymst í fleiri en
einni gerð, sem virðist geta bent til þess að sögurnar hafi ekki
verið skrifaðar eða stældar hver eftir annarri, heldur ausið af
sameiginlegum brunni. — Benda má á persónu Snorra goða,
sem er einskonar samnefnari margra íslendingasagna og þátta —
og einlægt sjálfum sér líkur. Hvernig víkur því við, þar sem
nokkrir, án efa að ýmsu ólíkir höfundar, hljóta að hafa fjallað
um þær sagnir, sem varðveist hafa af þessum manni? (Gísli
Súrsson og Grettir eru báðir nefndir í Sturlungu, sitt á hvorum
stað, en í bæði skiptin er svo að heyra sem sagnaritarinn telji
sjálfsagt að við þá kannist hvert mannsbarn. Á Gretti er minnst
í Sturlusögu, sem öll gerist á tólftu öld og talin rituð nokkuð
snemma.)
Oft er eins og sögurnar grípi hver í aðra, stundum augljós-
lega, stundum dylst það við fyrstu sýn. Eða er það tilviljun,
þegar Njála hermir orð Flosa við Sörla Brodd-Helgason: „Finn
eg það á svörum þínum, að þú hefur kvánríki." — En það var
einmitt kona Sörla, Þórdís frá Möðruvöllum, sem önnur saga
eignar þessi ljúfu orð: „Nú er mikið um sólskin og sunnanvind,
og ríður Sörli í garð.“ — Hefur ekki farið orð af óvenju lieitum
ástum þeirra hjóna, og það verður „kvánríki“ í munni Flosa, af
því að það var honum andstætt í liðsbóninni? — Eða illmælið
um Reykdælinga, sem Njála lætur lagt í munn Kaupa-Héðni? —
Eg hef nú reyndar aldrei tekið það alvarlega, því þarna var
verið að leika geðvondan og umtalsillan farandsala. En getur
ekki verið að Njáluhöfundur hafi heyrt sagnir um þær heldur
óskemmtilegu hnippingar sem Reykdæla segir frá? En ef til vill
verður sagt að höfundur Njálu hafi þekkt hinar sögurnar og
„þegið“ liugmyndir þaðan. Eins og áður hefur verið að vikið,
er það mjög í tísku að telja að sögurnar hafi tekið efnisatriði og
fleira liver eftir annarri, (rétt eins og þessi dýru, handskrifuðu
skinnblöð hafi legið alstaðar frammi, tiltæk hverjum, sem þótt-
ist þurfa á þeim að halda). Þetta kann að hafa komið fyrir, en
eg hygg þó, að samstaða þeirra og ótalföld tengsl stafi fyrst og
fremst af því, að þær eru hver á sinn hátt að lýsa sama tímabili
sem mikið og almennt hefur verið vitað um, þegar sögurnar
voru skráðar. — Það er að vísu furðulegt, en hvernig í ósköp-
2