Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 77
SKÍRNIR
JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐhAtÍÐIN
75
V
Á nýárskvöld 1873 fóru latínuskólapiltar í hópgöngu um götur
Reykjavíkur og sungu ,Eldgamla ísafold', ,ísland farsælda frón'
og íslendingabrag Jóns Ólafssonar. Tveim kvöldum síðar héldu
þeir uppteknum hætti og þá ásamt prestaskólanemum. Fyrir
framan landsliöfðingjahúsið og liús þeirra konungkjörnu í
Reykjavík sungu þeir mergjaðasta erindið úr Islendingabrag.23
Þessa viðburði má vafalítið rekja að einhverju leyti til áhrifa
frá Geirungum.
Séra Þorsteinn Pálsson á Hálsi sat á tveim fyrstu ráðgjafaþing-
unum og var alla tíð eindreginn þjóðfrelsismaður og í hópi
þeirra, sem lengst vildu ganga. Tveir tengdasynir hans voru
Geirungar og er líklegt, að hann hafi eitthvað frétt frá þeim
úr stjórnmálaskóla Jóns. Séra Þorsteinn sendi Jóni Sigurðssyni
á Gautlöndum tvívegis kveðju síðla árs 1872:
Já, ég, þegar 70 ára, þoli það eigi að deyja á svona þrælslega kúgaðri fóstur-
jörð, og vil heldur fara í sjó.26
Árið komanda 1873, sem verða mun sannlega í minnum þeirra, sem lifa
það af og eftir koma, það verður að vera sannlegt fjörbrotaár vort. Nú er
eigi til setu boðið; þeim, sem nokkuð hugsa og nokkuð vilja meira en fyrir
daginn og veginn, þeim, sem hin hægláta stjórnan guðs hefur kallað til að
bjarga rétti, sæmd og hagsæld bræðra sinna. Og einn af þeim ert þú, vinur.
Ég, sem hafði huga til að bjarga þjóð minni, get nú eigi verið þér samferða
(þ.e. á Þingvallafund), en eitt get ég, það er að skilja, ég get áfýst og beðið
þig, og það heitt, að koma nú fram og sýna alvöru og þrek í því að vilja
hjálpa við fóttroðnum hag og rétti vorum. Og það gjöri ég... Nú mun svo
hugsað, að þetta ár skuli þó verða nokkuð sögulegt. En því fremur ríður ó,
að hinir bestu og hyggnustu gangi í strauminn til að ráða landinu sem far-
sællegast.... Á frelsinu ríður mest í bráð.... En til þessa þarf nú líf og sam-
heldiskraft eins og á Stiklastöðum. Og ég sé ekki minnstu — ekki minnstu
hættu, og þá er hver sá ódrengja mestur, sem eigi vill duga í fjörbrotum
frelsis og sóma fósturjarðar sinnar.2'
Þessi var brýning séra Þorsteins á Hálsi til Jóns á Gautlönd-
um áður en hann færi til Þingvallafundar, sem Jón Sigurðsson
hafði boðað til sem forseti Þjóðvinafélagsins 26. júní og ætlað
var að standa í fjóra daga. — Veturinn og vorið 1873 voru miklar
sendiferðir milli Þjóðvinafélagsmanna á Vestur-, Norður- og
Austurlandi. Fundur á Þingeyrum, fundur á Stórutjörnum.