Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 228
226 JÓN GUNNARSSON SKIRNIR
structure stood revealed“. Varla mundu velunnarar nýnorsku taka undir
þetta, og víst er „málbreytingin" kyndug.
Þeir hlutar bókarinnar, sem fjalla um þróun rithefðar, eru ágætir aflestrar;
þar hefur höfundi tekist best til. En sú áhersla, sem hann leggur á norræn
ritmál, veldur því þó æ ofan í æ, að hann setur fram alhæfingar um norræn
mál, sem í rauninni varða aðeins ritmálin. Og því er ekki að neita, að hon-
um hættir til að bregðast lesanda sínum, þegar talið berst að venjulegum
málfræðilegum viðfangsefnum. Er þá næst að rekja helstu atriði í greinar-
gerð höfundar fyrir þróun norrænna mála frá upphafi.
I áttunda kafla gerir höf. grein fyrir forsögu og einkennum frumnorrænu
og venslum hennar við önnur mál. Rakin eru helstu atriði um sögu manna-
byggðar á Norðurlöndum, talið nokkurn veginn öruggt, að indóevrópskar
þjóðir hafi verið þangað komnar um 3000 f. Kr. og að germanir hafi átt lönd
austur að Vislu um 500 f. Kr. Þessum tölum mundu margir vilja breyta, en
þetta skiptir raunar litlu máli það, sem síðar er rakið í bókinni. Hins
vegar verður ekki komist hjá að gera nokkrar athugasemdir við þann fróð-
leik, sem höfundur heldur að lesanda sínum um stöðu norrænna mála innan
germönsku málaættarinnar.
Málfræðingar hafa Iengi vel verið nokkurn veginn sammála um það, flestir
hverjir, að elstu mállýskumörk á germanska málsvæðinu skipti því í tvennt:
annars vegar vesturgermönsk mál, hins vegar norræn mál og gotnesku. Ekki
stangast sú niðurskipting á við neitt það, sem vitað er um sögu gota, hvorki
fornleifarannsóknir né frásagnir gota sjálfra um uppruna sinn norðan Eystra-
salts. Fáir draga í efa, að þeir hafi hleypt heimdraganum frá Norðurlöndum
á annarri öld f. Kr. og átt næsta lítil samskipti við fyrri granna sína eftir
það. Samskipti norrænna þjóða við þær vesturgermönsku urðu meiri, er tím-
ar liðu, og er ekki að undra, þótt norræn mál og vesturgermönsk hafi orðið
samferða um ýmsar yngri breytingar, — nægilega margar til þess, að sú kenn-
ing hefur stundum skotið upp kollinum, að skyldleiki norrænna mála sé meiri
við þau vesturgermönsku en við gotnesku. Sú skoðun hefur eignast furðu
marga áhangendur undanfarinn áratug, hvað sem veldur, og er höf. sýnilega
ekki í vafa um ágæti hennar, heldur leiðir hann að henni margvísleg rök og
gerir jafnframt býsna lítið úr hinni kenningunni, sem minnst var á hér að
ofan.
Nú er því ekki svo farið, að nokkur ný gögn, málfræðileg eða sagnfræðileg,
hafi komið fram, sem skýrt geti hinn aukna áhuga á kenningunni um náinn
skyldleika norrænna mála og vesturgermanskra. Svo mikið er víst, að „vist-
fræði málsins" styður þá kenningu ekki. Niðurstöður rannsókna á forsögu
vesturgermanskra mála eru andstæðar þessari kenningu; sömuleiðis niður-
stöður sagnfræðinga um sögu germanskra þjóða. Sá, sem vill trúa kenning-
unni, verður að loka augunum fyrir býsna mörgu: sögu gota; fornum, sam-
eiginlegum einkennum austurnorrænna og austurgermanskra mála; því, hve
vesturgermönsk mál eru ólík innbyrðis; afstæðum aldri mállýskueinkenna
o.fl.