Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 236
234
SKÍRNIR
JÓN GUNNARSSON
um of á kostnað málfræðilegrar umfjöllunar. Það hendir höfund allt of oft
að tína til ýmiss konar smælki skipulagslaust, þegar þörf hefði verið á sam-
felldari greinargerð um skeið málþróunar. Spyrja má, hvort ekki hefði mátt
fækka að ósekju þeim 60 síðum af ljósmyndum og textasýnishornum, sem
í bókinni eru, og fjalla þess í stað skipulegar um ýmis atriði málþróunar en
gert er, Einnig má draga í efa, hvort allur sá blaðsíðufjöldi, sem varið er til
að rekja sögu Norðurlanda, leiði í raun til samsvarandi skilningsauka á þró-
un norrænna mála.
í öðru lagi er ósamræmi af ýmsu tagi að finna í bókinni. Mikið vantar á,
að höf. sé alltaf sjálfum sér samkvæmur um hljóðtáknun; endurgerð form
eru ekki greind frá formum, sem heimildir eru fyrir, nema endrum og eins;
og aðferðafræði sú, sem höf. beitir, er býsna blönduð sums staðar. Er ekki
alltaf jafnljóst, hvort hann tekur mið af sögulegri eða samtímalegri málfræði.
Loks er allnokkuð af villurn í bókinni. Villurnar eru legíó í þeim dæmum ís-
lenskum, er höf. tilfærir, en þarflaust er að tíunda þær fyrir íslendingum. Ým-
islegt annað þarf að færa til betri vegar. Ekki getur staðist, að forngotlenska
verði fyrst að sérstakri mállýsku á 11. öld (s. 93). Jórdanes kallaði Skandinav-
íu „officina gentium", ekki .,vagina gentium“ (s. 106). Prentvillupúki á e.t.v.
sök á bleven f. blevet .. hun var bleven blind" (s. 83); odan f. odon (s. 102)
og dhwor-o- f. dhwor-i- (réttara líkl. dhur-i) (s. 102); Theuð- f. Þeuð- (s. 104);
arina f. aRina (s. 116); sgr f. sgr (s. 153); „ai also before R“ f. „ai also before
r“ (s. 153); fimflaR f. fimfla (s. 154) (fimfla á s. 155); hwarr-tweggja f. hw'árr-
tweggja (s. 157); OE gesiða f. OE gesTð (s. 159); hTred f. hTred (s. 164 og 165);
þjarfr f. þjarfR (s. 368); grísk orð, sem vitnað er til, eru rituð án samræmis;
stundum endurgerðar myndir, stundum með áherslu (sbr. s. 102, 103 og 109).
Reglan k -* s í satemmálum er röng (s. 102); sonr er endurgert sonaR á s. 153,
og á sömu síðu stendur etma i.etmaR. Líklega er hlutunum snúið á haus.þeg-
ar sagt er (s. 156), að eignarfornöfn séu dregin af ef. persónufornafna. Beyging
veikra lýsingarorða í hk. et. er ekki frábrugðin beygingu veikra hk.-nafnorða,
eins og segir á s. 157. „Maria is engaged" er e.t.v. vafasöm þýðing á „Maria
fqstisk" (s. 159), og þ. Bdr hefur ekki glatað veikri beygingu, eins og segir á
s. 161. A s. 194 eru rúnaristur á Grænlandi sagðar fjörutíu; annars staðar
I bókinni eru þær ýmist taldar um þrjátíu eða fimmtán (s. 141 og 332). Leið-
réttinga virðist þörf á s. 256, þar sem segir, að nálæg stutt sérhljóð í íslensku
hafi orðið „IU/Y", og á s. 152 er sagt að einhljóðum hafi fjölgað í átján í
samnorrænu, en á meðfylgjandi töflu eru tuttugu einhljóð. Breyta þarf.því,
sem sagt er á s. 39 um, að danska hafi glatað öðrum beygingarendingum en
endingum eignarfalls, fleirtölu nafnorða og þátíðar sagna. (Og e.t.v. hefðu
lesendur gaman af að fá nánari skýringar á lokaorðum höf. um dönsku, sem
hann segir vera ,,a supple and civilized language, in some ways more Europe-
an tlian any of t.he other Scandinavian languages(s. 40).)
4 s. 151 eru breytingarnar ai au iue öTí áherslulausum atkvæðum tald-
ar marka upphaf samnorrænu; á s. 110 eru tvær fyrstu breytingarnar taldar
„norðvesturgermanskar". Setninguna Með lög skal land byggjast á s. 186