Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 243
SKIRNIR
RITDOMAR
241
Þessi efnisskipan hygg ég að lýsi raunhæfu mati á þörfum lesenda, trúlega
raunhæfara en því sem gilti fyrir þrjátíu árum. Annars er ekki gott að ráða
i nákvæmlega hvert sé notagildi safnrita sem þessara þegar þau eru komin
heim á hillu — nema að varðveita til uppsláttar og upprifjunar ýmis þau
höfuðkvæði þjóðskáldanna sem hverjum og einum lesanda er í rauninni
skylt að hafa á hraðbergi. Enda þarf ekki að vænta neinna meiriháttar ný-
mæla þegar hugað er að skáldavali og kvæða x bókinni. Ef út í þá sálma væri
farið hygg ég líka að koma mundi á daginn, til dæmis, að mestallan hinn
forna kveðskap í íslensku ljóðasafni sé líka að finna í íslands þúsund ár,
en nú er úrvalið miklu fastar skorðað en áður við það sem óumdeilt er
„klassiskur texti“, annað vinsað burt sem óaðgengilegra þykir að nútíðar-
smekk. Á sama máta mun langflesta ef ekki alveg alla nafngreinda höfunda
frá seinni öldum í ljóðasafninu líka að finna í hinu fyrra safnriti uns þar
kemur að skáldavalið verður því sem næst hið sama um miðbik ljóðasafnsins.
Síðan greinir leiðir á ný þegar kemur fram í nútíma og skáldum fjölgar
á vettvangi hins nýja safns. En öll Jxau skáld á þessari öid sem rúm fengu
í íslands þúsund árum, seinni hluta 3ja bindis, um það bil 200 bls, er auð-
vitað líka að finna i íslensku ljóðasafni.
En hvað þá um kvæðaval eftir einstaka höfunda og hlutfall skáldanna sín
i milli? Lýsir íslenskt ljóðasafn í þessu efni að einhverju leyti breyttum við-
horfum, jafnvel endurmati bókmenntanna? Þetta má auðvitað prófa með
að bera höfunda- og kvæðavalið saman við önnur safnrit, lestrarbækur og
skólaljóð þar sem bókmenntahefðin varðveitist. Ef til dæmis er hugað að
okkar nánustu gullöld í skáldskap, rómantískri ljóðlist 19du aldar, og hún
talin liefjast eins og venja er með Bjarna Thorarensen og Jónasi en ljúka
með Stephani G og Einari Benediktssyni sýnir sig að sömu sex Jxjóðskáldum
er í báðum safnritum, íslensltu Ijóðasafni og íslands þúsund árum, skipað
í hefðarsess. Einar Benediktsson skipar mest rúm í íslensku ljóðasafni 53 bls
(en 33 bls i íslands þúsund árum), þá Matthías Jochumsson 47 bls (37),
Stephan G Stephansson 43 bls (41), Jónas Hallgrímsson 42 bls (51), Grímur
Thomsen 33 bls (38) og Bjarni Thorarensen 29 bls (30). Ef aftur er hugað
að kvæðavalinu sýnir sig að 17 af 31 kvæði Jónasar í íslensku ljóðasafni eru
líka í íslands þúsund árum, 8 af 17 kvæðum Stephans G, 9 af 21 kvæði Grims,
10 af 23 kvæðum Bjarna Thor, 7 af 24 kvæðum Matthíasar, en aðeins 2 af 19
kvæðum Einars Ben eru líka í íslands þúsund árum.
Það má auðvitað ekki leggja meir en efni standa til upp úr þessum talna-
dæmum. Og þegar kemur að kvæðavalinu eftir hvern einstakan höfund er
hætt við að brátt verði uppi endalaus álitamál, sem seint verði skorið úr
með rökum, hverju væri betur sleppt og hverju haldið. Yfirlitið að ofan átti
aðeins að vera til marks um það hvert svigrúm sé til að framfylgja í verki
þeim tveimur sjónarmiðum sem að ofan greindi. Lesandinn væntir þess að
finna í slíku safni sem þessu nokkurn forða af alkunnum höfuðkvæðum
góðskáldanna og þjóðskáldanna, en hann má líka ætlast til að þeim kvæð-
unum sem slitlegust sýnast eftir langa brúkun sé vikið til hliðar og önnur
16