Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 163
SKÍRNIR
PERLAN OG BLÓMIÐ
161
02 Visir 24. apríl 1922.
03 Maria Magdalena. 13. bls.
94 Sama. 24.-25. bls.
95 Þorsteini Gylfasyni lektor í heimspeki er þakkað fyrir að hafa fyrstur
bent greinarhöfundi á þessi líkindi.
9C Skv. upplýsingum Sigurðar Thoroddsens.
91 í vörslu Sigurðar Thoroddsens er eiginhandarrit Jóns að danskri þýðingu
hans á upphafi II. þáttar Mariu Magdalenu. Nær þýðingin frá 33. bls.
í íslenska textanum og aftur á 36. bls. Þetta bendir til þess að Jón hafi
haft uppi áform um að freista þess að koma þessu leikriti sínu á fram-
færi í Danmörku.
Enn er þess að geta um leikhússtarfsemi Jóns að meðal handrita hans
í vörslu Sigurðar Thoroddsens er stílakompa í litlu broti sem á kápu
ber heitið „Sören Torp“. Fremst í þessari kompu eru ritaðar með
óþekktri hendi þær setningar, sem lagðar eru í munn guðfræðistúd-
entinum Spren Torp í Andbýlingunum eftir Jens Christian Hostrup,
ásamt lokaorðum þeirra persóna er tala næstar á undan honum. Þetta
er m. ö. o. „rulluhefti" handa leikara hlutverks Spren Torps. Það á
rætur að rekja til þess að 7. mars 1923 frumsýndu stúdentar Andbýling-
ana í Iðnó (Sjá Morgunblaðið og Vísi 7. mars 1923) undir leikstjórn Guð-
mundar Thorsteinssonar listmálara. Gamanleikur þessi var sýndur
til að afla fjár til byggingar stúdentagarðs. Leikurinn hlaut lofsam-
legar viðtökur x blöðum og nrunu sýningar hafa orðið einar átta.
Skv. prentaðri leikskrá í eigu Andrésar Þormars lék Jón Thoroddsen
hlutverk Spren Torps og hið sama ber Þorsteinn Jóhannesson, fyrrum
prófastur, er lék eitt aðalhlutverkið, Klint læknanema.
Aftar í þessari sömu kompu er rituð með hendi Jóns íslensk þýðing
á tveimur fyrstu atriðum I. þáttar Andbýlinganna. Líklegt má þykja
að þetta sé hans eigin þýðing, en hvort hún var notuð við þessa sýn-
ingu skal hér ósagt látið. Um þýðingu leiksins segir þetta eitt í leikskrá:
„Flest kvæðin þýdd af: Gústaf A. Jónassyni, stud. jur.“ Enginn þeirra
fjögurra leikenda úr þessari sýningu, sem enn eru á lífi, Einar Magnús-
son, fyrrum rektor; Magnús Agústsson, fyrrum héraðslæknir; Sigurður
Skúlason, magister og Þorsteinn Jóhannesson, fyrrum prófastur, minnist
þess hvaða þýðing var notuð þessu sinni. Lárus Sigurbjörnsson telur
ekki þessa sýningu í skrá sinni um þýdd leikrit á íslensku, en þrjár aðrar:
, 1) Kandidatar og stúdentar 1879: Gagnbúarnir, 2) Skólapiltar 1899,
3) LR.. Poul Reumert, 1929.“ Hann telur einnig þrjár þýðingar: „1)
Steingrímur Thorsteinsson, 2) Stefán Björnsson, Sveinn Björnsson og
Björn Magnússon, 3) Indriði Einarsson (Hlutverk v. Buddinge á
dönsku)." Lárus Sigurbjörnsson. „íslenzk leikrit 1645—1946. Frumsam-
in og þýdd“. Landsbókasafn íslands. Árbók 1945. Rvk. 1946. 99. bls.
Áður en fyrrnefndar sýningar færu fram höfðu Andbýlingarnir verið
leiknir á dönsku í Reykjavík í janúar 1866, sbr. Þjóðólf 13. jan. 1866.
II