Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 54
52 LÝBUR BJÖRNSSON SKIRNIR
gildum stoðum þeir gátu rennt undir framburð sinn og styrkt
hann með framburði vitna.
Vitnisburðir um slark eru nægir. Sem dæmi má nefna, að á
aðfangadagskvöld og jóladag 1773 áttu þeir Rasmus Angel,
Gunni Brandsson og Jón Þorkelsson í talsverðum útistöðum við
þá Lindberg málflutningsmann og verzlunarþjónana Hendrich
Hansen og Jens Muxoll. Hinir síðarnefndu voru birgir af víni,
sem þeir Jón sóttu eftir, en voru ófúsir að deila birgðunum. Þeir
Jón brutu þá glugga í húsakynnum verzlunarþjónanna og hót-
uðu að brjóta dyrnar upp með sleggju. Verzlunarþjónarnir opn-
uðu þá og heimiluðu Angel og Gunna inngöngu en ekki Jóni,
en liann mun hafa haft orð á sér fyrir að vera illskeyttur með
víni. Jón felldi sig ekki við framangreind úrslit og ruddist inn
til verzlunarþjónanna. Kom þá til átaka og skrámaðist Jón tals-
vert í andliti svo blæddi úr.24
Annað dæmi um árekstra í Reykjavík um 1770 skal enn rakið.
Þá bjó Þorkell Þórðarson, faðir fyrrnefnds Jóns, í Hólakoti í
tvíbýli við Bessa vefara Árnason. Hvor heimilisfaðir hafði þar
loftbaðstofu út af fyrir sig, og var pallur fyrir framan dyr heim-
ar, en niðri virðist hafa verið einn geimur, notaður til eldunar
og geymslu á eldsneyti og matvælum, t.d. sýru. Bæði heimilin
höfðu sameiginleg afnot af húsrými þessu og virðast hafa séð um
þrifnað á því til skiptis. Dag nokkurn veturinn 1767—1768 gekk
Þorkell fram á pallinn fyrir framan baðstofu sína og skipaði
Ingibjörgu, dóttur Bessa, sem þá var að þrífa niðri, að snerta
ekki móbirgðir sínar, enda hefði hún þegar víst gerzt nógu fjöl-
þreifin í heygarði og sáum. Olli þetta hinum mestu deilum
sambýlismannanna, sem báru hvor annan hinum verstu sökum,
m.a. hrossaþjófnaði. Bessi staðhæfði, að enginn ærlegur blóð-
dropi hefði verið í foreldrum Þorkels, en Þorkell virðist hafa
hótað Bessa lífláti. Auk þess deildu þeir sambýlismennirnir urn
slægjur. Lenti þetta í málaferlum, en Ólafi Stephensen stift-
amtmanni tókst að sætta málsaðila. Við réttarhöldin kom fram,
að deilurnar höfðu risið hæst, er málsaðilar voru undir áhrifum
áfengis. Augljóst er og, að hætta hlýtur að vera á árekstrum
milli sambýlismanna, einkum ef þeir eru óvanir sambýli, en
það virðist a.m.k. Þorkell hafa verið. Vitnaleiðslur benda til,