Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 71
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐhAtÍÐIN 69
Líklegt er, að þegar afskipti Hilmars Finsens af málum íslend-
inga hafa verið grannt könnuð, muni dómur um liann verða
mildari, sanngjarnari og honum meira til lofs en menn hafa yfir-
leitt trúað til þessa. Hann mun t.d. hafa átt mestan þátt í því,
að fyrir Alþingi 1867 var í fyrsta skipti lagt fram í heild frum-
varp um stjórnarbótarmálið, en C.P.G. Leuning, sem þá var
dómsmálaráðherra, var málum þessum ekki ókunnugur, þar sem
liann kom mjög við sögu þeirra fyrir Þjóðfundinn, með því að
ganga þá endanlega frá stjórnarbótarfrumvarpinu, þótt hann
hefði ekki sarnið það. Jón segir, að frumvarpið 1867, sem kallað
var „frumvarp til stjórnskipunarlaga lianda íslandi", hafi ver-
ið „mjög kænlega úr garði gjört, að ytra áliti með miklum sjálfs-
forræðis svip, en hið innra fullkomin innlimunarlög".10
Skemmst er af því að segja, að Alþingi samþykkti frumvarp
Leunings, eftir að fram höfðu komið við það 233 breytingar-
tillögur. Hinir frjálslyndustu og róttækustu óttuðust þó, að út
í óvissu væri haldið. En eftir að Hilmar Finsen, sem var kon-
ungsfulltrúi á þinginu, hafði tvívegis lýst því yfir, að þingið
hefði samþykktarvald í málinu og sagt þessi orð:
Því hans hátign konungurinn vill ekki — um það get ég fullvissað þingið —
oktroyera (valdbjóða) nein ný stjórnskipunarlög handa íslandi, án sam-
þykkis þingsins.n
samþykkti Alþingi frumvarpið, því að það taldi víst, að Fin-
sen hefði sagt þessi orð í nafni konungs. Á aðra leið fór en menn
höfðu vænst. Um svipað leyti og Alþingi var að samþykkja stjórn-
arskrárfrumvarpið andaðist Leuning dómsmálaráðherra. Þegar
frumvarpið kom til umræðu í Ríkisþinginu, var því illa tekið
þar, sérstaklega af hinum kunna og áhrifaríka stjórnmálamanni
Orla Lehmann, er gekk fram fyrir skjöldu að fá því breytt. Og
lokin urðu þau, að því var neitað samþykkis.
En nú hafði Alþingi sett varatillögu við stjórnarmálið, að ef
konungur vildi ekki samþykkja frumvarp þingsins, þá yrði nýtt
stjórnlagafrumvarp sem bráðast lagt fyrir annað þing eða þjóð-
fund. — Ekki fór á milli mála, að Hilmari Finsen var kennt um,
að stjórnarskrárfrumvarpið 1867 var ekki samþykkt í danska
þinginu og síðan staðfest af konungi. Jón lét í Ijós, að þeir
aumkuðu Finsen að vera neyddur til að koma fram sem tvímælis-