Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 227
SKÍRNIR
RITDÓMAR
225
einkum bundin við nútíð og nafnhátt í dönsku og norsku. Sögnina að verða
telur höf. hjálpaisögn þolmyndar í íslensku, getur hennar oft í bókinni en
ekki annarra hjálparsagna. Eins virðist höf. hafa nokkurt dálæti á sögninni
að ganga: Hann er genginn: He has gone (s. 80). Þeir vissu, hver genginn
vœri: They knew xuho had left (s. 84) og víðar.
A s. 81 getur höf. atviksorða, sem standa sem ákvörðunarliðir heilla setn-
inga („modal adverbs"), og setur fram sérstaka reglu um da og vel í norsku
ríkismáli. Þar geta þau staðið í enda setningar, segir höf. (Dæmi: Hvor er du
ifra da?) Hér hefði líklega verið óhætt að bæta við bæði fleiri málum og
fleiri atviksorðum.
Atta línum er varið til að kynna lesandanum samtengingar í norrænum
málum. Til íslensks nútímamáls eru þar taldar at, pvi at og sem tíðarteng-
ingar þá og nœr. Kemur hér frarn sem oftar, að bókin ber þess ekki merki,
að íslendingur hafi lesið hana yfir.
Oheppni af ofangreindu tagi yfirgefur höfundinn ekki, þegar talið berst
að orðaforðanum. Varla verða svíar sammála því, að resande geti ekki þýtt
ferðamaður (s. 86), og orðin hundsgarmur og mannshœð eru e.t.v. ekki heppi-
legustu dæmin um orðmyndunarmátt íslenskunnar. Og er ástand íslenskunn-
ar svo slæmt, að orðið sálfrœði sé einungis bundið við ritmál? (s. 86).
Það hlýtur að teljast óheppilegt, að endurgerðar orðmyndir eru ekki
stjörnumerktar í bókinni nema endrum og eins og án nokkurrar reglu.
Þá hefur verið rakið í meginatriðum efni fyrsta hluta bókarinnar, þess
hluta, sem ætlaður er almennum lesanda. Skal þá vikið að þeim hlutanum,
sem ætlaður er háskólastúdentum.
Síðustu fimm kaflarnir eru nokkuð hliðstæðir að framsetningu. Fyrst er
fjallað um helstu atriði í sögu hvers tímabils; stjórnmálasaga og kirkjusaga
skipa meginsess, og þróun rithefðar eru gerð allrækileg skil. Sumum kann
e.t.v. að virðast höf. verja helst til mörgum síðum til umfjöllunar um þær
mállýskur, sem duttlungar sögunnar hafa gert að ritmálum, á kostnað ann-
arra mállýskna, sem hefðu verðskuldað nánari umfjöllun margra hluta vegna.
En framsetning höf. hefur ráðist af „vistfræði málsins", eins og áður er getið.
Og enginn mun efast um það, að þau atriði, sem hann rekur varðandi ytri
aðstæður málþróunar á Norðurlöndum, þ.e. saga ríkis og kirkju, séu í bein-
um tengslum við örlög ritmála hér norður frá. Hitt er öllu óvissara, hvort
áhrif slíkra atriða á talað mál hafi verið eins ótvíræð á Norðurlöndum. Mál-
Iýskukortin í bókinni eru ekki beinlínis til vitnis um það. Þau atriði, sem
höfundur rekur og telur heyra til „vistfræði málsins", varða raunar miklu
fremur „vistfræði ritmálsins". Má af því skilja, hve tíðrætt honum verður
t.d. um málvöndunarhreyfingar og stafsetningarbreytingar, og er raunar
óvenjulegt að sjá t málfræðiriti jafnmikið gert úr áhrifum rithöfunda og
ákvarðana stjórnvalda. Á s. 408 er t.d. sagt, að ritverk Ibsens og Björnsons
hafi að vísu verið dönsk að ytra formi, „inner form" þeirra hafi hins vegar
verið norskt, hvern skilning sem annars ber að leggja I það. Síðan dugðu
stafsetningarbreytingar til þess, að „the outer shell fell axuay and the Nxu
15