Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 98
96 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKIRNIR
und, svo að félagið sé komið í tvö þúsund dala skuld, sem hann
sé í standandi vandræðum með.84 — Þegar Jón liefur fengið að
vita um hag félagsins, sendir hann Halldóri þessa kveðju:
En það er von að skuldin svíði, og mér finnst sjálfsagt, að við ættum sjálfir
að basla við að borga hana, en ekki hlíta neinum til þess öðrum. Mér finnst
að þjóðvinafélagsmenn og aðrir ætti að hafa til þess almenn samskot. Setja
summariskan reikning í blöðin og skora á alþýðu gegnum þjóðvinafélags-
fulltrúana að borga.. . . Alvarlega að tala þá finnst mér við verðum að
hafa öll möguleg ráð til að borga Þingvallafundarkostnaðinn með frjálsum
samskotum og frá Þjóðvinafélaginu.8’>
Allt fór þetta á aðra leið en Jón liafði vænst: Þjóðvinafélagið
varð aldrei að því stjórnmálaafli, sem hann hafði ætlað því að
verða. Prentsmiðju eignaðist það ekki og eigi heldur vikublað.
Skuldabaggann frá þjóðhátíðinni var það að dragnast með í
fjölda ára og starfsemi þess var eingöngu tengd bókaútgáfu.
X
Niðurstöður af gögnum þeim, sem hér hafa verið birt, mörg í
fyrsta sinni, eru þessar:
Flest virðist ljóst í sambandi við þakkarávörpin til konungs.
Þegar Steingrímur Thorsteinsson greinir frá Reykjavíkurávarp-
inu, segir hann: „Hefði ávarp þetta ekki komið, mundi konung-
ur varla hafa tekist þessa ferð á hendur.“96 — Líklegt er, að þessi
skoðun hafi verið almenn meðal embættismanna í Reykjavík.
Og víst er, að þá fyrst berast boð um heimsókn konungs, þegar
hann hefur fengið ávörpin. Það er því ekki út í bláinn að spyrja,
hvort öðru fremur eigi að þakka brotamönnum á Suðurnesjum,
að Kristján konungur IX var á þjóðhátíðinni 1874?
Margir hafa ætlað, að efnaskortur hafi verið aðalástæðan fyrir
fjarveru Jóns á þjóðhátíðinni. Því bregður fyrir hjá Ásgeiri Ein-
arssyni á Þingeyrum um haustið 1874: — „Enda brá mér í brún,
þegar ég heyrði, að Jón Sigurðsson gæti ekki komið, og held ég,
að sumir hlaupi ekki af sér tærnar að bæta úr því, er sagt var
að hefði hindrað hann.“97 — En Benedikt Gröndal orðar þetta
ótvírætt: — „Ég vissi best, hvað Jón tók sér þetta nærri, þótt
hann léti ekki bera á því, en hann hafði þá svo litla peninga,
að hann gat ekki komist heim.98 — Víst er, að Jón hafði ekki