Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 222
220 MAGNÚS STEFÁNSSON SKIRNIR
setning sú sem Sveinbjörn vill nota hefur verið talin úrelt í 40—50 ár og
hefur ekki komið fyrir í vísindalegum ritum á þessum tíma.
Ég fæ ckki séð að Sveinbjörn Rafnsson hafi meira til síns máls nú en þegar
hann fjallaði um „Kirkjuvald eflist" í II bindi Sögu íslands. En það væri
alltof langt mál að taka fyrri ritdóm hans einnig fyrir, og læt ég það því vera
að sinni. Allt sem máli skiptir i ritgerðum mínum stendur eftir sem áður
óhaggað.
Ef ritdómur þessi hefði staðið í dagblaði, vikublaði eða ómerkilegu tíma-
riti, hefði ég varla hirt um að svara honum. En Skírnir er virt tímarit bæði
heima á Islandi og erlendis. Því er veitt athygli, sem þar stendur. Menn
vænta þess, að það sem þar birtist, sé traust og rökstutt, en ekki eins og eftir
byrjanda í faginu. í ritdómum sínum um Sögu íslands hefur Sveinbjörn
Rafnsson tekið fyrir 16 ritgerðir og gefið þeim einkunnir með mismunandi
lýsingarorðum. En hann hefur ekki tekið eina einustu ritgerð til efnislegrar
meðferðar, eða komið með marktæka gagnrýni. Ritdómar hans eru sundur-
laus og tilviljanakenndur sparðatíningur með skorti á bæði þekkingu og
heildarsýn.
Ég vil að lokum óska Skírni þess, að honum takist að fá hæfa sagnfræðinga
til að fjalla um þau bindi Sögu íslands, sem birst hafa til þessa, og einnig
þau sagnfræðirit sem tekin verða til meðferðar í tímaritinu í framtíðinni.
Magnús Stefánsson
ANDSVAR
Það er áhugamönnum um íslenska sagnfræði kunnugt, að Magnús Stefáns-
son hefur í um tvo áratugi lagt sérstaka stund á sögu íslensku kirkjunnar
á miðöldum. Hann hefur um árabil verið lektor í sagnfræði við háskólann
í Björgvin og án efa haft þar ákjósanlega rannsóknaraðstöðu. Ritgerða hans
í Sögu Islands var því beðið með mikilli eftirvæntingu. En sú eftirvænting
snerist í vonbrigði. Þetta verk Magnúsar hefur verið lengi í smíðum og það
er ekki nema mannlegt að honum þyki vænt um það og þyki það harla gott,
en betur sjá augu en auga.
Þetta skal áréttað:
1. í ritgerð sinni ræðir Magnús ekki sérstaklega um aldur Árna sögu, eins
aðal heimildarritsins. Þetta er einn af hornsteinunum sem byggja átti á
og það stoðar lítt að segja að sagan „muni sennilega vera skrifuð af Árna
Helgasyni".
2. Hvergi í ritdómi mínum er talið að Árni Helgason sé höfundur Árna
sögu, sbr orð Magnúsar bls 215, línu 12—19.
3. í ritgerð sinni ræðir Magnús ekki í hvaða tilgangi Árna saga er
rituð. Þetta er annar af hornsteinunum sem byggja átti á. Það er til lítils
að tala um „varnarrit" þegar ekki er sagt hverju eða hverjum er verið að
verjast eða hvers vegna. Á sama hátt er ekki hægt að nota almennt hugtak