Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 95
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐHAtÍÐIN 93
með tölu, og ég sagði þeim, að þeir réðu hvað þeir gjörðu, en ég hefði nægan
flokk að gjöra úr þeirra scandale mitt og þjóðarinnar og fyrirbjóða slíka tölu
með valdi og aðgangi að ræðustóli. Við þetta var hætt við ræðuna.85
Eins og fyrr er getið flutti Nordalil Rolfsen ræðu og mælti
fyrir minni Islands. Eiríkur var svo hrifinn af máli hans, að
hann vildi þakka sérstaklega fyrir hana.
Halldór ætlaði ekki að lofa mér að svara ræðu Rolfsens „for det unge Is-
land“, en ég fór í pontuna í fússi og hratt Dóra frá dyrunum, með hægð samt,
og mælti fyrir „Noregi unga“ fyrst, og síðan fyrir bróðurlegri ferð beggja
unglinganna, er þegar héldust höndum saman yfir Islandshaf. Halldór vildi
hafa allt sem húska- og fautalegast, öldungis eins og landshöfðingi.86
Eiríkur lét einnig heldur betur til sín taka á hátíðinni á Þing-
völlum og segir þannig frá því og öðrum atvikum:
Það var gaman að Grími (Thomsen) og Halldóri. Þeir voru saman í öllu og
um allt og Halldór hafði allt sitt vit úr Bessastaðabóndanum. Það var afráðið
í veislunefndinni, að mæla skyldi fyrir skál konungs og dynastisins á xslensku,
en fyrir skál drottningar, fyrir kurteisis sakir á dönsku. Skyldi Halldór mæla
fyrir minni konungs, þvi hann krafðist þess sem forseti fundarins. En þegar
konungur gengur inn til borðs, kemur Grímur með miklum dugnaðarsvip og
segir, að Halldór hafi afhent sér minnið, og hann muni mæla fyrir því á
dönsku, hvað sem hver segi. Ég segi hann eigi ekkert með það, nema nefndin
heimili, og Halldór eigi ekkert með að afsala sér minninu nema til ráðstöf-
unar nefndarinnar. En vegna þess að allt var komið í haiða bendu, létu þeir
Jón og Stefán og náttúrlega Halldór þetta eftir. En ég sagði Grími í bróð-
erni, að það væri leitt, að hann hefði ekki sagt mér frá skriðkvikindsku sinni
fyrr, þvi þá hefði ég heimtað hann á hólm í Oxará eða gefið honum án þess
að bíða boða, hæfilegt innsigli á svikulan og lyginn munn. Doktorinn stein-
þagði við þessu og gekk í burt. Hans danska skál varð samt ekki alveg eins
lieppileg eins og hann ætlaðist til.-Svo kom Jón Guðmundsson með sína
vanalegu æstetik og tvíkvænti Kristján, sagði að nú hefði hann gift sér , Is-
havets Dronning" auk Lovísu sinnar. Konungur er kurteis maður og þakkaði
fyrir orðið. Svo kom ég á háraddaðri og ófeilinni frónsku og mælti fyiir kon-
ungsættinni. Það er ekkert hræsnismál að segja það sanna um þetta minni,
að íslendingum þótti eins vænt um það eins og Dönum. Þegar ég lýsti hátt
yfir því, að þessi þjóð beygði sig aldrei fyrir neinu valdi, sem ekki stæði á
sannleikans grundvelli og stefndi einungis að frama þjóðarinnar, andlegum
og líkamlegum þá var sem neista hefði lostið í púðurtunnu og fagnaðaróp
lýðsins sýndi Dönum hvar hin pólitíska lífæð þjóðarinnar liggur. Konungs-
hrákasleikjur kornu og þökkuðu mér eins og ég hefði leyst þá úr helju.
Konungur þakkaði mér persónulega.si