Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 28
26
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
þótti ósennilegt að kenndur væri við mannsnafnið Hjalti, enda
kom í Ijós, að fyrir ofan bæinn var hjalli. Þar með var málið
leyst, að sjálfsögðu hafði upphaflega nafnið verið HjallastaSir. —
Þetta er nú ekki ólíkt því að verið væri að gera að gamni sínu,
en svo mun þó ekki vera — því miður. Mér er alveg óskiljanlegt
hversvegna það getur þótt ósennilegt að einhver hluti bæja
á Islandi sé kenndur við þá menn, sem fyrstir byggðu þá, (því
væntanlega hafa þó einhverjir orðið til að hefja hér byggð). Eg
hygg að hliðstæðar nafngiftir hafi einmitt þekkst meira og minna
um allar jarðir bæði fyrr og síðar. Mætti þar taka til dæmis
hina öldnu borg Alexandríu og hinn næstum nýnefnda Kennedy-
flugvöll. Um nafn flugvallarins verður varla deilt, en ef til vill
væri það ekki öllu ótrúlegra en sumt annað, sem spurst hefur
í seinni tíð, þó að það kæmi upp úr kafinu, að einhverskonar
„alexander" hefði verið uppgötvaður í landslagi Nílarhólma
og af honum hefði borgin tekið nafn í upphafi, en herkonungur-
inn Alexander mikli aldrei verið til.
Sagt er að þegar ísland byggðist hafi engan veginn verið al-
gengt að kenna staði við mannanöfn. Ekki skal eg rengja lærða
menn þar um, enda vita allir að „náttúrunöfn" eru og hafa
líklega alltaf verið miklu algengust. í nafnaskrá Heimskringlu
fann eg þó yfir tuttugu staðanöfn, dregin af mannanöfnum.
Nokkur utan Noregs, einkum á eyjunum við Skotland, (frá
hverjum gleymdist að bjóða fulltrúa á ellefu alda þjóðhátíðina
okkar), og það leiddi huga minn að því, hvort norrænum mönn-
um hefði verið gjarnast að kenna bæi og aðra staði til sinna
eigin nafna, — einkum þeirra, sem létu sérstaklega að sér kveða,
— þegar þeir voru að festa byggð á nýjum slóðum. Samanber —
Eiríksfjörður, Einarsfjörður og Herjólfsnes á Grænlandi. Svip-
uðu máli gegnir líklega um hvaða fólk, sem vera skyldi, er
numið hafði verið nýtt land og byggðir nýir bólstaðir. — Með
öðrum orðum, þar sem sagan hafði verið að verki og vildi festa
sinn stimpil á hlutina. — Ólatir reyndust Englendingar og aðrir
landnemar Vesturheims að kenna við nöfn konunga sinna og
drottninga og þeirra er með einhverjum hætti skópu sögu á
þessum slóðum. (Georgía, Hudsonflói, Pennsylvanía, Colombía
o.fl. o.fl.) Sjálf heimsálfan, Ameríka, kvað reyndar vera kennd