Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 106
104
HERMANN PALSSON
skírnir
Þórdísar í Ögri er lýst á þá lund, að lesendum kemur til hugar
almenn staðhæfing í Pamphilus, latnesku kvæði frá tólftu öld,
sem snarað var á norsku, ef til vill um miðja þrettándu öld.
Meginefnið er ástir Pamphilusar á Galatheu, en Venus gyðja
veitir honum hjálp til að ná hylli konunnar. Á einum stað
kemst gyðjan svo að orði:
Opt fellr mikill harmr á lítilli stundu, ok mikit veðr fellr með litlu regni,
ok bjartr dagr er miklu at þekkri, at hann komi eptir mikit myrkr, ok sjálf
heilsa er þekkri eptir langa sótt. Andvarpar þú nú, ok harmr langt í brott
fari, því at x nánd er stórlegr fagnaðr þínum hryggleik. Galathea þín man
gera okkarn vilja, því at hon hefir gefit sik með öllu undir várt vald.6
Þegar hér er komið sögu, er þess skammt að bíða, að Pam-
philus fái konunnar. Þegar þess er gætt, hve vinsælt þetta latn-
eska kvæði var um álfuna á þrettándu öld, þarf engan að undra,
þótt hinn víðlesni höfundur Fóstbræðra sögu kunni að hafa
kynnzt því, annaðhvort á frummálinu eða þá í þýðingu, og hafi
þau kynni orðið fyrirmynd að lýsingunni á hugarhvörfum Þór-
dísar í Ögri. Um slíkt skal þó ekki staðhæft að sinni. Um hitt
verður ekki deilt, að ýmsar skáldlegar lýsingar í íslendingasög-
um eiga rætur sínar að rekja til útlendra fyrirmynda. Forkunnar-
sýn Þórdísar í Sörla þætti ber glöggt vitni um höfund, sem hefur
ekki einungis hlotið menntun, heldur einnig verið gæddur þeirri
snilld að geta beitt lærdómi sínum í þágu listarinnar.
1 Svo telur Björn Sigfússon í inngangi sínum að Ljósvetninga sögu, Islenzh
fornrit X (Reykjavík 1940), bls. lii. Tilvitnun til Bjarnar hér á eftir er tek-
in úr sama riti, bls. li.
2 H. Griiner-Nielsen, Danmarks gamle Folkeviser X (Kpbenhavn 1933), bls.
88. Af dansinum eru til ýmsar gerðir, og fæstar þeirra virðast hafa ská-
letraða visuorðið.
3 Sjá t.a.m. Sophus Bugge, „Excurs til Grógaldr og Fjölsvinnsmál" í Norrœn
Fornkvæði (Chiistiania 1867), bls. 352—55.
4 Einar Ól. Sveinsson, „Um Ormar hinn unga, kappann Illhuga, bækur og
dansa," Nordæla. Afmæliskveðja til Sigurðar Nordals ... (Reykjavík 1956),
bls. 63.
5 Eftir Flateyjarbók. Samanburður við aðrar gerðir Fóstbræðra sögu sem eru
nokkuð frábrugðnar er í riti Jónasar Kristjánssonar, Um Fóstbræðra sögu
(Reykjavlk 1972), bls. 66.
6 Ludvig Holm-Olsen, Den gammelnorske oversettelsen av Pamphilus (Oslo
1940), bls. 119.