Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 37
SKIRNIR
FAEIN ALÞYÐLEG ORÐ
35
staðhæfingum. Sumt kann að hafa eitthvað brenglast, en eg hef
ekki trú á vísvitandi uppspuna. Og með þessu móti mætti segja
að flestir hinir fróðustu Islendingar hefðu með nokkrum hætti
tekið þátt í gerð þessarar einstæðu bókar. — Eg veit vel, að svona
bollaleggingar eru að nokkru leyti út í bláinn, en auðsætt virðist
þó, að víða hefur þurft að leita fanga, þegar Landnáma var
saman tekin, þó ekki hefði verið nema vegna hinnar miklu stað-
fræði bókarinnar, sem spannar landið allt.
En hvert var þá í raun markmið bókarinnar? — Hafi það verið
eins og löngum hefur verið talið, að skrá landnám af sagnfræði-
legum áhuga, var það veglegt markmið, jafnvel þó að hagfræði-
leg sjónarmið kunni að hafa ráðið í og með. Og það hefur hlotið
að vera heillandi viðfangsefni, en að sama skapi erfitt vegna
þess hvað langt var um liðið. — Reyndar er hreint enginn kom-
inn til að segja urn það, hvenær byrjað hefur verið á að undir-
búa þetta verk. — Það er alls ekki ólíklegt, og gæti stuðst við
mörg dæmi frá síðari tímum, að höfundarnir hefðu verið búnir
að fást meira eða minna við efnissöfnun um landnám löngu
áður en ritun bókarinnar komst endanlega í framkvæmd. Og
um þetta hefðu fræðaþulir landsins átt að eiga auðvelt með að
sameinast. — En hafi markmiðið liinsvegar aðeins verið það,
sem dr. Sveinbjörn heldur fram, að treysta eignarheimildir ætt-
anna að jarðeignum með því að skýra frá landnámum þeirra í
upphafi, sem hann annars viðurkennir ekki að neitt hafi verið
vitað um — hvað þá? Jakob Benediktsson segir að Sveinbjörn færi
að þessu „mörg rök“, sem væntanlega er að finna í umtalaðri
doktorsritgerð, sem er utan míns sjónmáls. — En í Skírnisgrein
sinni, sem hér liefur verið vitnað til, er dr. Sveinbjörn svo skorin-
orður að eg sé ekki betur en gildi þessara raka hljóti að miklu
leyti að fara eftir því hvort fullyrðingarnar um að Landnáma
eigi ekkert skylt við sögulegan veruleika, standast eða ekki. Og
ef það væri rétt og allir hinir fjölmörgu landnámsmenn, sem
bókin greinir frá, ásamt landnámum sínum og öðru, sem þeim
tilheyrir, tómur uppspuni, mætti gjarna hugleiða hvílíkt risa-
verkefni það hefði verið að setja saman svo margbrotna fals-
kroníku. Það er að vísu mjög sennilegt að metnaður og liags-
munir íslenskra höfðingja þessa tíma hafi ýtt undir ritun Land-