Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 57
SKÍRNIR REYKJAVÍK - UPPHAF HÖFUÐSTABAR 55
Árni stundaði nám við Hólavallaskóla 1795—1799, og ísleifur
var skipaður yfirdómari árið 1800.33 Síðar verður vikið að um-
mælum stiftsprófastsins.
Þrátt fyrir þennan áfellisdóm kom ýmislegt fram í Reykjavík
á tímabilinu 1752—1830, sem til framfara horfði, en ekki tóku
landsmenn þeim nýjungum öllum opnum örmum. Ný tækni við
ullarvinnslu — notkun rokks og nýrrar gerðar af vefstól —
breiddist út frá bænum, en útbreiðslan átti og aðra orsök.
Stjórnvöldum var á ofanverðri 18. öld umhugað um að bæta
verkkunnáttu íslendinga. Þau sendu því sýslumönnum rokka
og vefstóla, sem þeir útbýttu ókeypis til þess fólks, er talið var
líklegt til að notfæra sér þessi tæki. Auk þessa kostuðu stjórn-
völd a.m.k. 20—30 manns til náms í vefnaði og spuna í Dan-
mörku á árunum 1785—1795. Sumt þessa fólks sneri aftur heim
til íslands og stundaði hér iðn sína. Hliðstæð kennsla fór fram
við Innréttingarnar í Reykjavík.34 Þessi viðleitni bar þann ár-
angur, að hin nýju tæki og ný tækni útrýmdu eldri vinnubrögð-
um á tiltölulega skömmum tíma. Öðru máli gegndi um kerru og
hjólbörur. Þessi tæki voru keypt til Reykjavíkur 1752 og hafa
verið í notkun hér síðan.35 Útbreiðsla þeirra um landið virðist
aftur á móti hafa verið mjög hæg, og er það skiljanlegt að því
er kerruna varðar, enda var landið vegalaust, en öðru máli
gegnir um hjólbörurnar. Þær hefðu þó átt að létta mörg dagleg
störf.
Á síðari hluta 19. aldar voru barnaskólar stofnaðir allvíða.
Flestir voru þeir í þorpum, enda mun þéttbýlismyndunin hafa
aukið þörfina fyrir slíkar stofnanir. Aðeins tveir barnaskólar
störfuðu í landinu á 18. öld svo að öruggt sé. Barnaskóli tók
til starfa í Vestmannaeyjum árið 1745 og starfaði fram yfir 1760,
og Hausastaðaskóli tók til starfa 1791 og starfaði rúmlega tvo
áratugi. Reykjavík var helzti þéttbýlisstaður landsins á ofan-
verðri 18. öld. Þess var því að vænta, að þar kæmu fram hug-
myndir um stofnun barnaskóla, enda varð sú raunin. Af bréfi
frá Sunchenberg kaupmanni til Levetzows stiftamtmanns, dag-
settu 3. febrúar 1786, og bréfum stiftamtmanns til kaupmanns
þessa, dagsettum 24. desember 1785 og 13. febrúar 1786, er ljóst,
að Sunchenberg hóf fjársöfnun til skólastofnunar hinn 8. janúar