Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 17
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
15
kunni að hafa meðfram efnast á kaupskap eða víkingu, eru
líkur til að þeir hafi að meiri hluta tilheyrt yfirstéttinni hver
á sínum stað, og því verið á ýmsan hátt skyldir og tengdir ráða-
mönnum. Þessu er ef til vill ekki beinlínis neitað, en það mun
oft dregið í efa og frásagnir um slíkt reiknaðar til hégómaskapar
og steigurlætis. — Út yfir tekur þó, ef ættir eru raktar til þeirra
manna á Bretlandseyjum, sem báru konungsnafn.
Eg hef ekki minnstu löngun til að telja mér trú um að íslend-
ingar séu komnir af konungum, enda skiptir það ekki miklu
máli, en mér þykir ótrúlegt að Ari og aðrir sagnaritarar hafi
búið þetta til, og því býst eg við að það hafi oftast við einhver
rök að styðjast. — Það er nú t.d. hann „Kjarval írakonungur“,
sem alloft er nefndur í ættartölum, en fræðimenn munu nú
telja ólíklegan ættföður hér á landi og jafnvel tilbúna persónu.
— Ekki hef eg nein tök á að sanna tilveru þessa ágæta konungs,
né heldur hverjar ættir kynnu að vera frá honum komnar, fram
yfir það sem fornrit herma, en það fullyrði eg, að hafi hann
verið til og einhverjir afkomendur lians fest rætur hér á landi,
þá er ekki vitund ótrúlegt, þó að hann hefði verið orðinn ætt-
faðir fimm biskupa á íslandi á elleftu og tólftu öld. (Eins og
eg sá minnst á í ritdómi einum, með vantrúarhreimi að mér
fannst.) Ættir greinast fljótt og veit eg um ýmis nokkuð hlið-
stæð dæmi frá síðari tímum, þó ekki sé þar biskupum til að
dreifa. Það vill líka svo til að benda má á fornt dæmi, sem þó
er svo nærri sjálfum ritunartímanum, að það mun varla rengt. —
Laundóttir Magnúsar konungs berfætts varð móðir höfðingjans
Jóns Loftssonar svo sem kunnugt er. Þessvegna var Magnús kon-
ungur eftir fáeina mannsaldra orðinn ættfaðir mikils hluta ís-
lensku höfðingjastéttarinnar. — Fyrst og fremst Oddaverja, en
þaðan lágu brátt þræðir til hinna valdamestu ættanna. — Gissur
jarl, Brandur Kolbeinsson, Ormur Svínfellingur, eiginkonur
Sturlu Sighvatssonar, Hrafns Oddssonar og Þorvarðar Þórarins-
sonar, — allt var þetta afsprengi Magnúsar konungs og mætti
þó telja fjölmargt fleira. Og hvað sem líður konungaættum á
íslandi, finnst mér nokkuð djarft af nútímafræðimönnum, ef
þeir ætla sagnariturum okkar að hafa viljandi falsað fornar ætt-
artölur, og alveg er stórfurðulegt, ef það telst fræðilega útilokað