Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 249
SKÍRNIR
RITDÓMAR
247
ekkert einsdænii þess í bókmenntafræðum. Eins og Helga segir er liæpið að
telja tam. sögur Jakobínu Sigurðardóttur, Snöruna, Lifandi vatnið, Dægur-
vísu, til kvennabókmennta í ofangreindum merkingum orðsins, og eru þær að
vísu ekkert síðri fyrir það. En „kvenleg sjálfsvitund" er að minnsta kosti
ekki aðalefnið í sögum Jakobínu. Svava Jakobsdóttir fjallar aftur á móti í
sínum sögum gagngert um hagi, kjör og stöðu nútímakonu og gerir upp
sakir við hið arfþegna kvenhlutverk. En Svava staðnæmist sjaldnast við þetta
yrkisefni einangrað. í Leigjandanum, Æskuvinum og hennar bestu smásög-
um verður reynsla kvenna, kvenleg sjálfsvitund, dæmi og ígildi annarra og
etv. víðtækari mannlegra vandamála og viðfangsefna, salfræðilegra, póli-
tískra, félagslegra. Ingibjörg Sigurðardóttir semur skemmtisögur um og
handa kvenfólki. En sögur hennar verða varla nema með óbeinu móti tekn-
ar til marks um sjálfsvitund kvenna nú A dögum, átök ólíkra kvengerva eða
hlutverka, eða uppger við arfþegnar hugmyndir i félagslegum og siðferðis-
legum efnum sem allt eru algeng efni í kvenna-bókmenntum í fyrrtöldu
merkingunni að ofan. Satt að segja sé ég ekki að gagnlegt geti verið að
hengja á þessa þrjá ólíku höfunda og þeirra verk, og þúsund önnur, einn
og sama merkimiða „kvenna-bókmennta" án nánari skilgreiningar.
Það er raunar eftirtektarvert að í þessari bók eru engar sögur eftir okkar
mikilvirku en lítilsvirtu höfunda alþýðlegra skemmtisagna sem langflestar
virðast einkum stílaðar handa kvenfólki, og flestir höfundarnir konur. Þessi
bókmenntagrein, allt frá Guðrúnu frá Lundi og Dalalífi, er meðal annarra
orða ennþá öldungis óplægður akur í bókmenntarannsóknum. Helga Kress
víkur afsakandi að þessu í formála þar sem hún getur þess að eftir Guðrúnu
hafi ekki fyrirfundist nein smásaga þrátt fyrir mikla leit. En þannig virðist
sagnavalið í þessari bók, hvað sem veldur, í meginatriðum ráðast af viðtek-
inni hugmynd „góðra bókmennta" eins og hún auðvitað hefur mótast í
ríkjandi „bókmenntastofnun".
Það sem fyrir Helgu Kress vakir virðist mér sé að sýna með dæmum fram
á yrkisefni, sögur og höfunda sem „bókmenntastofnunin" hafi að ósekju
vanmetið og lítilsvirt. Ekki svo að skilja að Draumur um veruleika eigi
að vera sýnisbók eða neins konar úrval „hins besta" sem konur hafi tam.
haft til smásagna að leggja. En sögurnar eiga allar að „lýsa lífi kvenna og
margháttaðri reynslu frá ólíkum tímum og sjónarhólum", segir Helga í for-
málanum:
Fæstar þeirra fjalla berunr orðum um kvennakúgun eða kvenréttindi.
Hins vegar má lesa þær allar sem lýsingar á undirokaðri stöðu kvenna,
einkennum hennar og áhrifum. ... Angist, öryggisleysi og innilok-
unarkennd einkenna margar sögurnar, og eftir því sem á líður má þar
einnig finna lífsflótta og firringu... í öllum sögunum kemur fram
þolandastaða kvenna á einn eða annan hátt. í vitundinni um hana má
þó finna þróun sem birtist ekki síst í sjálfu forminu. Eða er það til-
viljun að fyrsta sagan er sögð í fyrstu persónu út frá sjónarhóli karl-