Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 99
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐHÁTÍÐIN 97
miklar fastar tekjur þessi árin, en svo mikið er vitað um efnahag
hans um þessar mundir, að honum hafði boðist hann brattari.
Hafi verið á ferðinni ávarp til Jóns frá norska Stórþinginu
(þar sátu þá 111 fulltrúar), er ólíklegt, að hann hefði getað af-
þakkað það, ef hann á annað borð færi til íslands. Þótt flestir
íslendingar hefðu fagnað kveðju norska Stórþingsins, er fullvíst,
að skugga hefði borið á hátíðargleði konungs og fylgdarliðs hans.
Trúlega hefur orðsending Sigwart Petersens fremur latt en hvatt
Jón til íslandsferðar þessu sinni.
Eftir að hafa skrifað ritgerðina í Andvara var loku fyrir skot-
ið, að Jón gæti staðið að þakkarávarpi til konungs.
Og síðast en ekki síst mun Jón ekki hafa viljað vera við-
staddur, þegar konungur afhenti stjórnarskrána, þótt gölluð
væri, dönskum embættismanni, C. S. Klein innanríkisráðherra,
en lögforms vegna varð svo að vera, þar sem hann var jafnframt
ráðherra íslands.
Með því að Jón Sigurðsson var á engan hátt viðriðinn kon-
ungskomuna og það, sem henni lilaut að fylgja, hefur hann talið
sig hafa frjálsari hendur til að halda fram þjóðmálabaráttu
sinni, en að hans dómi hlaut hún fyrsta kastið að felast í að fá
mestu annmarkana sniðna af stjórnarskránni.
1 Andvari VI, bls. 37.
2 Páll Eggert Ólason: Jón Sigurðsson V, bls. 259—260.
3 Brynleifur Tobíasson: Þjóðhátíðin 1874, bls. 129, 132.
4 Skírnir CXXXV, bls. 59-60.
5 Hugvekja til Islendinga. — Urval úr ritura og ræðum Jóns Sigurðssonar
til loka Þjóðfundar. — Sverrir Kristjánsson: Inngangur. — íslensk stjórn-
málahugsun og Jón Sigurðsson, bls. XXXIX — XL.
<> Bréf Jóns Sigurðssonar 1911, bls. 309.
I Lúðvík Kristjánsson: Á slóðum Jóns Sigurðssonar, bls. 157—164.
8 Andvari I, bls. 44.
ð PEÓ Jón Sigurðsson I, bls. 373.
io Andvari I, bls. 59.
u Alþingistíðindi 1867 I, bls. 802.
12 Andvari I, bls. 74.
7