Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 31
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
29
nöfn, sem kennd eru við dýr, flest yfirbragðshrein og fögur,
Sauðafell, Kálfholt, Lambafjöll. Ef til vill eru svona nöfn á
mörkum þess að vera einskonar náttúrunöfn, svo inngrónar sem
skepnurnar hafa verið náttúru landsins í ellefu aldir. En alltaf
finnst mér það jafn svimandi ólíklegt, að þegar komi að mann-
inum sjálfum þurfi mest að gjalda varhuga við svo að nöfn
verði ekki „falsmiðill". Ekkert virðist þykja eins grunsamlegt
og að staður sé kenndur við mannsnafn. Hversvegna? — Þrátt
fyrir allt var það þó maðurinn, sem stóð fyrir þessu landnámi.
Fyrst eftir að eg liafði spurnir af náttúrunafnakenningunni,
bjóst eg hálfvegis við að einlrverjir úr flokki menntamanna
mundu lireifa andmælum. En það er öðru nær. Auðvitað þekki
eg ekki margt af því sem um þetta kann að liafa verið rætt og
ritað, en nær því allt, sem eg hef séð, virðist bera vott um að
aðrir fræðimenn hafi hrifist af þessum liugsýnum og taki þær
gildar. Fram að þessu veit eg aðeins til að einn menntamaður
(Svavar Sigmundsson) hafi verið eitthvað ósammála kenning-
unni og er gagnrýni lians þó mjög varfærin. En af nokkrum
ummælum öðrum, sem fram hafa komið, má ráða að sumir
taka þetta svo alvarlega sem væri það þegar farið að kippa
stoðum undan íslenskri þjóðarsögu. — Svona geta vísindin ennþá
verið undarleg, þó miðaldir séu langt að baki.
í ritdómi um bók eftir Hans Kuhn, hinn þýska, sem birtist
í tímariti Sögufélagsins 1972, kveður Björn Þorsteinsson sagn-
fræðingur svo að orði:
Þá er auðvitaff ekki þess að vænta, að Hans Kulin hafi kynnst eða tekið
afstöðu til náttúrunafnakenningar Þórhalls Vilmundarsonar um uppruna
íslenskra örnefna. Þórhallur segir m.a.: En underspgelse af naturforholdene
pá isl. stader-gárde tyder pá, at en stor mængde stader-navne í virkeligheden
(med stprre eller mindre sikkerhed) er afledt af ord for naturforhold." (Kult.
liist.Leks.XVII-sted). — Af þessu leiðir m.a. að fræðilegt gildi ísl. fomsagna
hefur rýrnað að mun síðustu árin og var það þó magurt áður. Söguleg til-
vera margra af hetjum íslendingasagna er orðin mjög vafasöm; írska prins-
essan Melkorka virðist t.a.m. eiga upphaf sitt í samstöfuðu örnefni, sem
merkir gróðurvana eða korkulegan mel.
Þessi kafli og reyndar fleira í liinum tilvitnaða ritdómi sýnir
allvel ríkjandi stefnu margra fræðimanna okkar í sagnvísindum.