Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 42
40
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
skrifa hana, svo vankunnandi sem eg er. Ástæðan til þess að eg
gerði það er sú, sem eg hef þegar greint, ást mín á íslenskum
fornbókmenntum, — ef til vill að því viðbættu, að eg er, þrátt
fyrir allt, samerfingi að þessum dýrgripum.
Skrifað í áföngum, byrjað á Þjóðhátíðarári,
lokið 19. október 1978.
LÍTILL EFTIRMÁLI
Rúmum tveim mánuðum eftir það að lokið var að taka saman þessa grein,
les eg x nýútkomnum Skírni ritgerð Helga Þorlákssonar, Sjö örnefni og Land-
náma, og þótti mér að henni besti fengur, enda virðist mér þar vera tekin
allt önnur afstaða til náttúrunafnakenningarinnar en hjá flestum öðrum
menntamönnum sem eg hafði áður séð minnast á það efni. Að vísu er beitt
mjög hófsamlegum rökum og það á nokkuð afmörkuðu sviði, en eg skil samt
varla í öðru en að þessi rök komi til með að vega þungt á móti röksemdum
„kenningarinnar".
í ritgerð Helga fæ eg einnig sönnun fyrir því, að það er ekki neinn mis-
skilningur minn eða ímyndun hversu nú er háttað áliti fræðimanna á heim-
ildargildi Landnámu. Þarna segir m. a. á þessa leið:
í afstöðunni til efnis Landnámu skiptast fræðimenn einkum í tvo hópa,
þá sem tortryggja Landnámu um allt og hafna henni algjörlega sem
heimild um 9. og 10. öld og hina sem telja að í Landnámu sé sannsögu-
legur kjarni.
Einnig er í ritgerðinni minnst á efni, sem mér finnst ákaflega merki-
legt þó eg hefði hvorki hugkvæmni né næga þekkingu til að víkja að því
í grein minni, en þarna er sagt:
Samkvæmt Grágás náðu arfsréttur og bótaskylda að og með 5. ættlið
hjúskapartálmun allt að 7. lið fyrir 1217 en framfærsluskylda ómaga
náði til þremenninga. Ættartölur hafa verið þarfaþing, enda voru þær
meðal hins fyrsta sem ritað var á íslandi, jafnvel fyrir 1100.
Vera má að rannsókn á þessari ströngu sifjalöggjöf þjóðveldisins myndi
eitthvað styrkja það álit að höfundar Landnámu hafi hugsað nokkuð um
eignarheimildir ættanna að jörðum o. þ. h., en fyrst og fremst held eg að
þetta sé sönnun þess að fólk þessarar tíðar hefur orðið að vita glögg skil
á ætt sinni og uppruna.
Löggjöfin hefur í raun og veru verið svo víðtæk að það sýnist hafa verið
lagaleg skylda þjóðfélagsins að vita deili á þeim ættarkeðjum, sem myndast