Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 144
142
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
Nogle Skridt udenfor Klippen, hvor det regnede og Mprket krpb nær, skim-
tedes Resterne af et slagtet zebralignede Dyr, et Offer til Ilden.H8
Hér er á ferðinni þess háttar líking tveggja texta sem hæpið
er að kenna við vísun. Líklegri tilgáta virðist það að Jón hafi
ungur hrifist af skáldsögu Jensens og upphaf hennar hafi ómeð-
vitað vakað í hug lians er hann samdi ljóð sitt.
Annar þáttur ljóðsins nefnist „Promeþevs bundinn“. Þar
fylgir Jón goðsögninni nánast að því leyti að eldurinn verður
mönnunum til ógæfu, en að sögn Hesiodos lagði Seifur það á
mannkynið að valdið yfir eldinum yrði því til ills.119 Túlkun
Jóns á goðsögninni er lituð sósíalískum viðhorfum hans:
Mennirnir beisla náttúruöflin, og verða þeim undirgefnir.
Mennirnir smíða vélar og stjórna þeim. Sjálfir eru þeir vélar, sem þeir
kunna ekki að stjórna.
Mennirnir eigna sér alla hluti. Sjálfa sig eiga þeir ekki.
Mennirnir krjúpa á kné og hugsa um jarðnesk og himnesk hlutabréf.
betta er þeim leyndardómurinn mikli.
Mennirnir opna nægtabúr náttúrunnar. Hún ofmettar líkama þeirra,
ástríður og skynsemi. En sálir þeirra svelta.
Mennirnir eignuðust eldinn. En alt, sem eldurinn hefur skapað, er orðið að
hlekkjum.120
Ógæfan, sem eldinum fylgdi, var fólgin í því að mennirnir
fundu upp eignarréttinn svo að það, sem eldurinn skóp, varð að
hlekkjum.
í þriðja þætti ljóðsins, „Promeþevs leystur", tengir Jón
Promeþevsgoðsögnina beinni vísun til Bibliunnar. Sá sem leysir
Promeþevs er Kristur og Promeþevs fylgir honum á Golgata:
Promeþevs verður litið upp á hæðina. Hann sér kross. sem ber við him-
in, og á krossinum hangir sá, sem leysti hann.
Promeþevs segir: Þú ert sjálfur í fjötrum.
Já, eg er sjálfur í fjötrum.
Mig gastu leyst. Sjálfan þig geturðu ekki leyst. Hvernig á eg að skilja það?
Eg elska mennina.
Eg skil þig ekki.
Þú varst í fjötrum, af því að þú elskaðir sjálfan þig. Eg hangi á krossi, af
því að eg elska aðra. Promeþevs, Promeþevs, leystu mig. Stígðu upp á kross-
inn og leystu mig.121