Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 72
70 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKIRNIR
maður.12 Allar líkur eru til þess, að orð Finsens um samþykktar-
vald þingsins hafi verið sögð í fullkomnu umboði Leunings og
Kristjáns IX. En þegar Leuning var fallinn frá og konungur sá,
hverjar viðtökur frumvarpið fékk í danska þinginu, ekki síst hjá
jafn atkvæðamiklum þingmanni sem Orla Lehmann, þá hafi
honum snúist hugur og ekki hirt um, þótt Hilmar Finsen fengi
skell og væri gerður ómerkur orða sinna.
En nú greip stjórnin til þess ráðs að rjúfa þing, þótt það
stríddi gegn alþingislögunum, og svipta alþingismenn kosningu
þeirra áður en kjörtímabilið var á enda, og fóru kosningar því
fram í maí og júní 1869. Þegar þingið kom saman þá um sumar-
ið, lagði stjórnin fyrir það nýtt stjórnarskrárfrumvarp, og segir
Jón, að þingið hafi að vísu „í sumum einstökum greinum sýnt
sig linara en 1867, en það hefir aftur í öðrum atriðum, og einmitt
í öllu því, sem mest er í varið, sýnt sig miklu stinnara og fastara
á réttindakröfum íslendinga en hingað til“.13 — Hér var um hið
svo kallaða stöðufrumvarp að ræða. Á þessu þingi flutti Jón ræð-
una, sem ýmist hefur verið kölluð „langa ræðan“ eða „stóra
ræðan“, því að aðra lengri hélt hann hvorki fyrr né síðar, enda
fyllir hún 16 síður í Alþingistíðindunum.14
Þótt konungur yrði til að staðfesta Stöðulögin 2. janúar 1871,
voru þau aldrei viðurkennd af íslendingum, þar sem Alþingi
hafði ekki samþykkt þau. Ekki er því að neita, að þau höfðu
ýmsa kosti, en gallarnir voru svo miklir, m.a. um hina stjórnar-
legu stöðu íslands í ríkinu, að ekki gat komið til mála að líta
við þeim. — Aðeins skal þess getið varðandi þingið 1871, að í
auglýsingu konungs 22. maí 1871, er vikið þannig að Stöðulög-
unum, að
með þeim sé hin óraskanlega undirstaða fengin til endurbóta á fjárhags- og
stjórnarmálefnum íslands.15
Þær vörður á þjóðmálabraut Jóns Sigurðssonar, sem stað-
næmst hefur verið við hér að framan, urðu að nokkru leyti
leiðarmerki í því starfi hans á þjóðhátíðarári, er m.a. olli, að
hann kom þá ekki til íslands.