Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 90
SKÍRNIR
88 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
verður því ekki annað sagt en að stjórnarskrá þessi sé valdboðin, og það að
óþörfu, því Alþing hafði vísað á fleiri aðra vegi, sem lágu opnir fyrir stjórn-
inni, ef hún vildi meta réttindi vor fyllilega og ekki misbjóða hvorki þjóð
vorri né Alþingi.67
Jón víkur oftar að því, að hann líti á stjórnarskrána sem vald-
boð og á því beri að hamra, eða „spila upp á Oktroy“, þegar
krafist verði breytinga á henni.68 — Sem dæmi um, hversu Jón
tjáir sig, þegar hann ræðir um stjórnarskrána, eru t.d. þessar
glefsur úr lians löngu ritgjörð:
Menn gátu hér um bil ráðið í, að stjórnin, sem hefur alltaf verið að taka
sér fram á seinni árum í einræði, gjörræði og drottnunarfýsn, einkum á móts
við oss Islendinga, mundi ekki láta færi þetta ónotað til að tálga svo utan
þessa stjórnarskipun, að frelsisangarnir á henni yrðu sem stystir, en hér var
heldur ekki vonast eftir öðru, en að þeir yrðu svo miklir, að þeir gætu vaxið
út með tímanum.69
Nú geta menn þó ekki lengur þráttað um, hvort konungur sé einvaldur
eða alvaldur, þegar helstu menn landsins hafa þakkað honum fyrir „frelsis-
gjöf“, og hann hefur tekið móti þeirri þökk; það er víst, að hann er héðan
af takmarkaður í veldi sinu með stjórnarskránaJO
En það stendur óhaggað, að Danir eru eins fastir á því nú, eins og fyrri,
að þeir þekki betur gagn vort og þarfir heldur en vér sjálfir, og hvað þeim
sýnist ráðlegast, það skal gilda... Gagn Danmerkur verður að ráða, en vort
að lútaJl
Jarlshugmyndin ruddi sér fyrst til rúms á Alþingi 1873 og
birtist fullsköpuð í stjórnarskrárfrumvarpinu. Jarlinn átti að
vera landstjóri, er konungur setti, og með honum ráðgjafar, sem
jarl skipaði og bæru þeir ábyrgð fyrir Alþingi, en jarlinn fyrir
konungi einum. Jón var mjög hlynntur þessu stjórnarfyrirkomu-
lagi. Hugmyndinni um jarl var hafnað, en þess í stað ákveðið,
að einn af dönsku ráðherrunum skyldi vera íslandsráðgjafi.72
Loks er að víkja að þeirri gagnrýni Jóns, sem beinist sérstak-
lega að konungi. í stjórnarskrárfrumvarpi þingsins 1873 hljóðaði
ein greinin um, að konungur skuli vinna eið að því, að hann
vilji halda stjórnarskrá íslands. Þessi grein komst ekki í stjórnar-
skrána, og taldi Jón það vott um hvílíka óvirðingu konungur
sýndi Alþingi og þjóðinni. — En Jón brigslaði konungi einnig
um vanefndir á gefnum loforðum. Hann taldi, að konungur