Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 226
224
SKIRNIR
JÓN GUNNÁRSSON
I sjöunda kafla er í stuttu máli rakin skipting norrænnar málsögu í tíma-
bil. Sjötti kaflinn er hins vegar eini kaflinn í þessum fyrri hluta bókarinnar,
sem fjallar um málfræðileg atriði einvörðungu. Hálf síða fjallar um rithátt,
hálf þriðja síða um hljóðkerfisfræði, hálf fjórða síða um beygingafræði, sex
síður um setningafræði og fjórar um orðaforða. Hér er m.ö.o. reynt að ná
niður á sextán siður helstu einkennum norrænna þjóðmála. Spyrja má, hvar
sá maður finnist, að honum sé fengur í jafnsamþjappaðri lýsingu og þessari.
Það gegnir raunar mikilli furðu hve mikið af villum og alls konar óná-
kvæmni hefur slæðst á jafnfáar síður, og má kalla kaflann næsta varasamt
veganesti þeim, sem hyggur á frekari kynni af norrænum málum.
A s. 73 má lesa, að stutt sérhljóð í samnorrænu hafi verið níu, en eru talin
txu alls staðar annars staðar í bókinni. Af þessum sérhljóðum varðveiti ís-
lenska sex, færeyska sjö. En þau færeysku eru orðin sex á næstu síðu. Tafla
sú, sem kaflanum fylgir og ber yfirskriftina „Contrastive (svo) Phonological
(svo) Features (svo) in Modern Scandinavian (Standard)“, er bókinni ekki
beinlínis til sóma (s. 74):
norskt
isl. jœr. nýn. rikism. d. s.
Stutt sér- i u i u i ý ú i y u o i y u i y u o
hljóðakerji. e ö o e 0 o é 0 6 e 0 á e 0 o e ö á
a a æ a á æ a æ ö á a á a
Langt sér- í ú í ú i y u i y u o i y u i y u o
hljóðakerji. é ó ó e 0 o e 0 á e 0 o e ö á
æ á æ á æ a á æ a æ ö á á a
a
Ráði nú sá sem kann. Hér eru býsna blandaðir réttir á borðum; stafsetning-
artákn, hljóðritun Aasens á nýnorsku (sem höf. taldi raunar ranga í grein
í Word 1965); ekki er annað að sjá af töflunni en sérhljóðalengd sé yfirleitt
aðgreinandi í norrænum málum, og engar nánari skýringar fylgja. Víst er um
það, að ekki verða „Contrastive Phonological Features“ lesnar úr þessari
töflu. Hér er hvorki um að ræða lýsingu á hljóðritun, hljóðungaritun né
réttritun; öllu er ruglað saman, svo að varla verður rækilegar gert. Hér er
mikilla leiðréttinga þörf.
í beygingar- og setningafræðiköflunum eru tínd til nokkur atriði, sem
einkum eru sameiginleg norrænum málum á meginlandinu. Islenska er
stundum tekin með, en stundum ekki, og er ekki alltaf ljóst, hvort alhæf-
ingar höf. eiga við hana. Sumar fullyrðingar hans virðast nokkuð hæpnar,
t.d. það, að afturbeygða fornafnið sinn eða 3. p. fornöfn, sem byrja á h-, verði
talin til sérnorrænna fyrirbrigða. Hlutverki miðmyndar er lýst þannig, að
hún hafi „durative (svo), reciprocal and deponent (svo) meanings", og sé