Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 94
92 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKIRNIR
til Islancl. Thi De skal vel derop til 1000 Aarslesten? Svar snarest, kjære Sig-
urdson, og lacl ingen hpre om, hvad jeg har skrevet.
Venskabeligst
Deres hengivne
Sig. Petersen.
NB Vær saa god at sende mig Afskriften tilbage — og ikke et Ord om, at
jeg har sendt Dem den. — Kort sagt ikke et Ord til nogen om den hele Sag.82
Ókunnugt er um efni þessa ávarps og enn fremur um svar
Jóns við bréfi Sigwart Petersens.
Eiríkur Magnússon kom frá Englandi, en milli lians og Jóns
var mjög mikið og einlægt samband fyrir og eftir þjóðhátíðina.
Eiríkur var einn atkvæðamesti félagi í „Atgeirnum" og birti sem
slíkur ritgerðir í þýskum, enskum, norskum og íslenskum blöð-
um. Frá Eiríki eru komnar ýmsar upplýsingar frá þjóðhátíðinni,
sem eigi hafa áður verið birtar, en sökum sambands hans við
Jón er sjálfsagt, að ekki sé lengur á þeim legið. Hins vegar er
vert að leggja áherslu á, að ekki er víst, að Jóni hefði með öllu
geðjast að framkomu Eiríks á þjóðhátíðinni. Vafalaust er í fyrsta
sinni stungið upp á að láta gera minnispening í sambandi við
atburði á íslandi, þegar þjóðhátíðin var haldin. Eiríkur skrifar
Jóni þannig á annan í hvítasunnu 1874:
Ætlarðu heim í sumar? Ertu búinn að afráða hvernig minnispeningur þjóð-
hátíðarinnar verði? Þú verður að láta Þjóðvinafélagið gefa hann út og hafa
ágóðann af myntaninni. Það má græða mikið fé á slíkum peningi.83
Jón svaraði því til, að hugmyndin væri góð, en þó yrði hann
að segja eins og danska stjórnin:
Der staaer ikke noget paa Budgettet til en saadan Udgift.84
Eiríkur var kosinn í hátíðarnefndina ásamt Halldóri Kr.
Friðrikssyni, Jóni Guðmundssyni, Agli Egilsen og séra Stefáni
Thorarensen. Um samvinnuna við nefndarmenn sína segir hann:
En aldrei hef ég átt við aðra eins bölvaða drumba og Jón og Halldór. Verst
var, að Halldór átti ekki ráð á líkama sínum né sál i þetta skipti; hann var
allur aftan við landshöfðingja og konungsfylgd, og þorði ekki fyrir sitt líf að
láta taka neinstaðar til sín sem þjóðlegs manns. Meðan ég man skal ég geta
þess, að ég eyðilagði eitt atriði úr prógrammi Reykjavíkurhátíðarinnar. Helgi
(Helgasen skólastjóri) og Halldór ætluðu að memorialisera landshöfðingja