Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 232
230 JÓN GUNNARSSON SKÍRNIR
the root unless preceded by a velar...“ Þau form, sem fyrir koma í rúnum,
enda raunar öll á -inaR.
Til umfjöllunar um reglur hljóðvarps og klofningar er varið u.þ.b. einni
síðu. Fá mál hafa þó valdið norrænufræðingum meiri heilabrotum. Má það
teljast stinga nokkuð í stúf við þann mikla síðufjölda, sem varið er til sagn-
fræðilegra vangaveltna eða tekinn undir sýnishorn af málheimildum frá
ýmsum tímum (u.þ.b. 60 síður), ljósmyndir af rúnasteinum o.þ.u.l. Minnst
er á Axel Kock, en engra greinargerða getið um hljóðvörp í norrænum mál-
um, annarra en einnar ritgerðar höfundar sjálfs (s. 153). Ætti þó að vera af
nógu að taka.
Þá er fimm síðum varið til lýsingar á beygingu orða og setningaskipun.
Líklega er um pennaglöp að ræða, þegar þar stendur, að lýsingarorð standi
yfirleitt á eftir nafnorðum í samnorrænu (s. 160).
Þá er orðaforði samnorrænu næstur á dagskrá; níu síður með endurgerð-
um orðmyndum, stjörnulausum. Sum þeirra kunna að valda efasemdum
hjá íslendingi: vftska ,fluid“, kensla „knowledge", daligR „poor“, einsligR
„lonely", griskR „greedy", skrjma „frighten", tuiliingR „twin“, laf „lichen".
sif ,jeaweed“, grginn (kk) ,branch“, dofinn „lazy", möinn „ripe“ o. fl.
Hljóðbreytingar eru nokkuð á reiki í þeim dæmum, sem gefin eru; stund-
um hefur R aðlagast undanfarandi samhljóði, stundum ekki, og frumnorrænt
ai virðist stundum breytast í ei hjá höf., en stundum í ei; kiarr „thicket" og
mýrr „marsh"; hins vegar barR „needle", (mykr ,manure“ þyrfti hins vegar
að breyta í mykR, og eitthvað virðist vanta í þordyn „thunder"). Nafn einis-
ins á samnorr. var giniR samkv. höf., en til lýsingarorðsins einmana svarar
einsligR. Eitthvað virðist mega samræma hér, hafi samnorrænan verið jafn-
lík sjálfri sér og höf. vill vera láta. Og a-hljóðvarp hefur stundum orðið,
stundum ekki. Annars vegar eru gefin form eins og golf, andboþ, hins vegar
hljóðvarpslaus form eins og lugn (f. „calm"). Þá vekja orðin sk0yti „(land)
deed" og sögnin döna „faint" grunsemdir-. undirritaðs. Og formið h0gri
(„hægri") ætti væntanlega að vera h0gRi til samræmis við annað í kaflanum.
Þá er minnst á tökuorð, mannanöfn og örnefni. Þess er getið, að engin
örnefni verði rakin til þjóða þeirra, sem fyrir voru, þegar indóevrópumenn
komu til Norðurlanda. Þess er þó getið í upphafi bókar, að aðrir hafi e.t.v.
verið þar fyrir.og víst er um það, að nóg er af kyndugum örnefnum á Norður-
löndum, sem varla verða rakin til indóevrópsku nema með miklum herkjum.
Loks koma 9 síður með myndum af rúnasteinum frá þessum tíma og þýð-
ingum á áletrunum. Á Rjörketorpsteininum kemur fyrir romsan hAidRrun-
oronu, sem er umritað HgiðR-runöiro nú. Staða myndarinnar rúnöro verður
þá nokkuð óljós. Og 3. p. et. nút. af sögninni að vera kemur líklega fyrir á
steininum (AR í rúnum). Þetta er umritað ceR, sem e.t.v. er nokkuð vafa-
samt. Á s. 173 er stginn gefið sem þ/.-form og aftur á s. 175 og 176 f. formin
stin, stain á ristum.
í tíunda kafla er saga rithefðar fram undir 1350 rakin á Ijósan og læsi-
legan hátt. Vera kann, að það fari í taugarnar á einhverjum landa, þegar