Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 83
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐhAtÍÐIN 81
Hún er líkust því, að hún væri samin a£ manni, sem he£ði sofnað í kansellí-
inu svo sem hér um bil 1843, en vaknaði nú aftur og heyrði ýmsar frelsis-
raddir í svefnrofunum.45
Daginn eftir að póstskipið kom með boðskap konungs, eða
23. mars, var farið að impra á því að semja þakkarávarp. Hall-
dór Kr. Friðriksson segist þá hafa hitt landshöfðingja, og hafi
hann farið að tala um ávarp til konungs. Halldór færðist undan,
og vegna ónógs tíma væri ekki hægt að koma því með þessari
ferð póstskipsins. En landsliöfðingi lagði að Halldóri að gangast
fyrir ávarpinu, og að hann fengi alla alþingismenn og varaþing-
menn í bænum og í grenndinni til að skrifa undir það. Um
þetta yrði Halldór að ræða skjótlega við biskup. Þegar hann
hafði gert það, kom í Ijós, að landshöfðingi hafði átt tal um
þetta við biskup og tengdason hans, Berg Thorberg. En Hilmar
landshöfðingi fékk ekki fram komið þeirri ætlan sinni að senda
ávarpið fyrr en með næstu póstskipsferð. Þegar biskup hafði
samið það, var ávarpið sent Halldóri til undirskriftar, en hann
vildi gera á því nokkrar breytingar. í því stóð m.a., að þess væri
óskað, að konungur kæmi til íslands. Þessu vildi Halldór að yrði
sleppt og var á það fallist, en um aðrar breytingar varð ekki
samkomulag. Halldór heimtaði þá, að fundur yrði haldinn um
málið, því að annars mundu þeir fá skammir fyrir pukur. Ekki
var því ansað. Biskup hreinskrifaði síðan ávarpið og lét vinnu-
konu sína bera það milli manna til undirskriftar. Halldór kveðst
hafa verið tregur til að Ijá nafn sitt, en þegar allir embættismenn
í bænum höfðu gert það, taldi hann sér ekki stætt á öðru en að
vera með.48 — Halldór er sjöundi í röðinni af þeim, sem skrifa
undir.47 — Auðvitað hefur þótt mikils um vert að fá nafn Hall-
dórs undir ávarpið, þar sem hann var þingmaður Reykvíkinga
og enn fremur varaforseti Þjóðvinafélagsins.
Jón Guðmundsson ritstjóri ætlar frumkvæðið að ávarpinu
komið frá Pétri biskupi og fyrir atbeina hans hafi Bergur amt-
maður þegar verið farinn að „ganga milli höfðingja" 23. mars
til þess að kanna hug þeirra til þakkarávarps handa konungi.
Jón telur, að Pétur hafi leikið laumuspil í þessu máli. Hann hafi
viljað eigna Bergi upphafið og látið svo sem gagnlaust vasri að
hreyfa þessu nema alþingismenn í Reykjavík og nágrenni skrif-
6