Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 235
SKÍRNIR
RITDÓMAR
233
skil, sem hann tekur fyrir; Jeggur ekki afstæðan aldur þeirra á metaskálarnar
og gerir ekki tilraun til að raða þeim eftir því, hve mikilvægan sess þau
skipa í þeim mállýskum, sem um ræðir. (Að því er varðar útbreiðslu ,,þykks
I" er því t.d. enginn gaumur gefinn, að í sumum mállýskum er „þykkt 1“
yfirborðskennt, hljóðfræðilegt atriði, en fastur hluti hljóðkerfis í öðrum mál-
lýskum.) Afleiðing þessa verður allt of oft skipulagslaus samtíningur á ýmiss
konar smælki. Og skilin milli samtímalegrar og sögulegrar viðmiðunar verða
tíðum næsta óljós. Líklega verður enginn kennari öfundsverður af að kenna
þetta efni, og varla verður ratljóst í því fyrir stúdenta.
Umfjöllun höf. um útbreiðslu málbreytinga virðist bera það með sér, að
þær séu ekki bundnar fastari lögmálum en buxnatískan. Nýlunda verð-
ur til í einhverri mállýskunni, dreifist þaðan um aðrar sveitir rétt eins
og olía um poll; ekkert hindrar, ekkert viðnám er í formgerð málanna, engr-
ar formgerðargreiningar er þörf. Orsaka er jafnan leitað í utanaðsteðjandi
áhrifum; stefna hljóðdvalarbreytingar í íslensku er skráð á reikning danskra
áhrifa, einföldun beygingakerfisins í norrænum málum á reikning þýsku og
ensku o. s. frv.
Breytingar á málfræðikerfum eru raktar eftir formdeildum beygingar. Til
þess er varið u.þ.b. 25 síðum og er hér að finna rækilegustu greinargerð
bókarinnar fyrir slíkum fyrirbærum. Raktar eru breytingar, sem varða kyn,
fall, tölu, greini, stigbreytingu, persónu, tíð, hátt, mynd, setningatengsl og
orðaröð. Fjallað er um þróun orðaforðans, rakin tilkoma ríkismála og loks
eru 10 síður með sýnishornum frá þessu tímabili.
í tólfta og síðasta kafla er tekin fyrir þróun norrænna mála eftir 1550.
Höf. tekur því sem næst einungis mið af ritmálunum, og ber að skoða i Ijósi
þess orð hans um, að fyrirbæri eins og fallbeyging no. (að frátöldu ef.),
tölu- og persónubeyging sagna o.fl. séu löngu horfin úr norrænum málum
á meginlandinu. Nokkuð er fjallað um þróun orðaforða, nafngiftarsiði, mál-
vöndun og stíl. Skal það ekki nánar rakið hér. Kaflanum lýkur með 22 síðum
af sýnishornum texta, sem gefa nokkra hugmynd um viðhorf manna til móð-
urmála sinna á þessu tímabili. Bókinni fylgja samanburðartöflur yfir hljóð-
ritunarkerfi norrænna mála og töflur (9 s.), þar sem borin eru saman nokkur
atriði í beygingu norrænna mála; svo stuttaralega þó, að vafamál má telja,
hvort vert var að taka þær með. íslenska er þar alls staðar tekin til við-
miðunar — um fjölda og tegundir beygingarflokka o.þ.u.l. Eitthvað hefur
slæðst með af villum. Ef. flt. af sól er gefið sóla; ábfn. hinn er beygt hinn,
hin, hitt, hinir, hinar, hin. og fornar myndir eignarfornafna 1. og 2. pers.
í fleirtölu er þar einnig að finna: okkarr, okkur, okkart o.s.frv. Sterkum sögn-
um er skipt í sjö flokka, veikum í fjóra, og rímar það ekki alls kostar við
þá flokkun, sem eðlilegri hlýtur að teljast í öðrum norrænum málum en ís-
lensku. Heimildaskrá er rækileg og nær fram til u.þ.b. 1970.
Til viðbótar því, sem áður var til tínt og undirrituðum þótti aðfinnslu-
vert um einstök atriði bókarinnar, skal loks minnst á þrennt, sem betur hefði
mátt fara. í fyrsta lagi virðist val efnis á síður bókarinnar hafa orðið einum