Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 96
SKÍRNIR
94 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
Vafalaust hafa Jóni verið kærkomnar sem nánastar fregnir af
konungskomunni og þjóðhátíðarhaldinu yfirleitt. En einkum
fýsti hann þó að heyra, hvað rætt hafði verið um stjórnarskrána.
Um það er Eiríkur ekki alls ófróður:
Klein (innanríkisráðherra og því um leið íslandsráðherra), sem ég ekki hafði
sýnt þá kurteisi að heimsækja, kom og introduceraði sig sjálfan — þó hálf-
hikandi. Seinna áttum við tal um Konstit. (stjórnarskrána) og kom ekki sam-
an. Hann beiddi mig að skýra Amerikumönnum muninn á því, sem væri nú
og verið hefði. Ég sagðist ekki geta lofað því, því aðalmálið væri nú: hvort
skráin opereraði þannig, að þjóðin fengi nokkurt sannkallað þjóðfrelsi. Ég
væri sannfærður um það, að hún gjörði það ekki, eins og hún væri; ég gæti
því ekki lofað honum öðru en því, að skýra skrána eftir bestu sannfæringu
„med stadigt Hensyn til hvad jeg ansaa Sandt og Ret“. Klein litla leiddist þá
að tala við mig og fór.88
Áður var að því vikið, að Jón taldi víst, að konungur fengi
þakkarávarp frá Þingvallafundinum í nafni landsmanna, en
lagði áherslu á, að það væri alvarleg rödd. Eiríkur gerði uppkast
að þakkarávarpinu og telur, að eftir því hafi að miklu leyti
verið farið, nema undir lokin, sem hann segir vera niðurlægj-
andi. Annars hagar Eiríkur svo orðum við Jón, þegar hann ræðir
konungsávarpið við hann:
Ef ávarpið kemur út, sem kannske kann að dragast, muntu sjá, að það skoðar
samband þjóðar og konungs öðruvísi en fyrri; petitionerar ekki, en segir blátt
áfram, að þjóðin ætli sér að vera þjóð með þjóðum, frjáls og framkvæmda
söm, hvað sem hver segi; þess vegna minnir það konung á, að enn sé forn-
mannahugur, þrek og þol l þjóðinni. ... Það kann að vera, að konungs-
ávarp þyki þér sett saman í of almennum orðum. En ég vildi hafa það svo af
ásettu ráði. Karlgreyið var persónulega viðstaddur og var gestur vor.89
Um ávarpið, sem Jóni var sent, segir Eiríkur:
Adressuna til þín samdi ég og var uppástungumaður hennar öndverðlega.
Með þinni adressu virðist mér allt ballansera sig mátulega; hún er besta
demonstration frá þjóðinni um það, hvernig hún ætlar að skipa sér franr
vegis andspænis stjórnarskránni.
Jón var fljótur til að þakka þessa kveðju Eiríks:
Ég held kannske, ef ávarpið til mín er svo sem þú segir skorinort — taktu
það ekki sem ég tortryggi sögu þína! — að það væri rétt að setja það í
vinstra blað (hin tæki það líklega ekki).90