Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 22
20
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
bili. Flestum mun koma saman um að fyrir 1000 hafi ýmsir
hmna vitrari manna hlotið að kunna rúnaletur, (jafnvel ekki
útilokað að höfundur Völuspár hafi á sinn hátt kunnað að stafa
nafnið sitt), og einhver ymur frá bókmenntastarfsemi íra og
fleiri menningarþjóða Evrópu kann snemma að hafa borist
hingað. Til eru þeir, sem hyggja að meðal landnema íslands
hafi verið menn sem lærðir voru í fræði síns tíma. En hér skal
þó aðeins miðað við kristnitökuna. í kjölfar hennar komu smám
saman klerkar og kirkjur og einnig um skeið erlendir farand-
biskupar, en einn þeirra að minnsta kosti er talinn liafa haldið
hér skóla. Einhverjir hafa þar lært að draga til stafs. Og þegar
innlendur biskupsstóll var stofnaður laust eftir miðja öldina,
reis þar brátt skóli, og rnunu fáir ætla að ísleifur biskup og þeir
menn, sem liann kvaddi til kennslu við skóla sinn, liafi ekki
verið skrifandi. Enn risu upp fleiri menntasetur og vart annað
sjáanlegt, en að á síðari hluta elleftu aldar hafi farið að myndast
hér stétt bóklærðra manna og að líkindum hefur komið upp
einhver vísir að slíku fljótt eftir kristnitökuna. — Það er við-
tekið og mælir enginn í móti, að allt frá því að svonefnd ritöld
hófst og til þess dags, sem nú er að líða, hafi íslendingar verið
gjarnir á að skrifa. Þeir hafa skrifað og skrifað, lærðir og leikir,
ríkir og fátækir, oft í sárustu örbirgð, þeir hafa samið, afritað
og þýtt, laust mál og bundið um allskonar efni.
Auk þess hafa margir íslendingar alla tíð haft áhuga fyrir
sögulegum og persónulegum frásögnum, eins og liin umfangs-
mikla minninga- og ævisagnaritun undanfarinna ára ber glögg-
an vott um. — Samt á að hafa liðið heil öld eða meir þar til
farið var að skrifa liér nokkuð, sem orð var á gerandi. Og þessi
skoðun er ekki ný, — í íslandssögunni, sem eg lærði í barna-
skóla, er „ritöld“ talin hefjast árið 1118.
Samt sem áður býst eg við, að fáir mundu að athuguðu máli
neita því að eitthvað hljóti að hafa verið skrifað hér á þessari
fyrstu öld kristninnar í landinu. — Sagt er að latínubækur hafi
borist út hingað með kristninni og að „allir prestar hinnar nýju
trúar hafi þurft bækur nokkrar til messugjörðar og trúariðk-
ana“. — Og fer þá ekki að verða skammt í þá liugsun að áður
en langt leið hafi einhverjir í hópi þessara ágætu presta reynt