Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 41
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
39
gerð nokkur athugun. Tók eg svo eftir að þá hefði komið í ljós
að þar hefðu aldrei nein fénaðarhús verið, og ætti að vera auðvelt
að ganga úr skugga um það. Aftur á móti höfðu fundist auð-
kenni, sem hugsanlega gætu bent til þess að þarna væri um forn-
minjar að ræða og sýnist ekki úr vegi að það væri athugað nánar.
Um þetta get eg annars ekkert meira sagt, eg þekki það ekki, en
gömul munnmæli eru ekki alltaf markleysa. — Meðal annars las
eg eitt sinn frásögn urn það, er „trúgirni" ósérfróðs manns varð
til þess að fundnar urðu rústir Trójuborgar.
í þriðja hefti Samvinnunnar árið 1974 birtist löng ritgerð
eftir Sigurð A. Magnússon, sem þá var enn ritstjóri tímaritsins.
Þarna er að finna þennan kafla:
Fortíðin er í rauninni ekki annað en þær hugmyndir, sem við gerum okkur
um liðna tíma á grundvelli hinna völdu staðreynda og það er hreint engin
tilviljun að sífellt er verið að endurskoða söguna og endursemja sagnfræðirit,
bæði um íslandssöguna og mannskynssöguna. Það stafar bæði af því að nú-
tímamaður hefur þörf fyrir aðra fortíð og aðra sögu en forfaðir hans á síð-
ustu öld, og eins af hinu að framvinda sögunnar og tímans breytir fortíðinni
og þeim staðreyndum, sem við teljum heyra liðnum tíma.
Sumt af þessu mun varla eiga að takast bókstaflega, vitan-
lega getur fortíðin ekki breyst. — Það sem raunverulega gerist
á hverjum tíma, er eitt og óumbreytanlegt þaðan í frá, og hagg-
ast ekki að eilífu á hverju sem gengur, og hvað sem vitrir menn
á hverjum tíma kunna að hugsa, tala eða skrifa. Hinsvegar er
það óendanlegum breytileik háð hvaða vitneskja um liðna tíð
geymist síðari tímum, og hvernig sú vitneskja, sé hún einhver,
er skilin og túlkuð. — En einkum vík eg að ummælum Sigurðar
vegna þess að eg vildi benda á að þar segir, að nútímamaður
liafi „þörf“ fyrir aðra fortíð og aðra sögu en forfaðir hans á
nítjándu öld. — Eg gæti trúað að þarna hefði ritstjórinn hitt
naglann á höfuðið. En vilja menn þá ekki hugleiða hvort þær
hugmyndir, sem nútímamaður skapar sér eftir tímabundinni
eigin „þörf“, raunverulegri eða ímyndaðri, séu nokkuð sérstak-
lega líklegar til að nálgast hið upprunalega, sjálfan sannleikann
um liðinn tíma. — Eg held að svo sé ekki.
------Eg vil svo ljúka þessari grein minni á sama hátt og
eg byrjaði — með því að biðjast afsökunar á því að eg skyldi