Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 252
250 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
felst í því að höfundur virðist „detta út af Iínunni", einkum þegar nær dreg-
ur nútímanum á 20. öld.
í efnisskipan bókar sinnar fylgir Heimir hefðbundinni tímabilaskiptingu
íslenskrar bókmenntasögu, þ. e. „Lærdómsöld 1550—1770“, „Upplýsingaröld
1770—1830“, „Rómantík raunsæi nýrómantík 1830—1930" og síðasti affalkafl-
inn nefnist „Fullvalda og sjálfstætt fólk“.
Slík söguleg kerfisbinding er að sjálfsögðu til þess gerð að einfalda viðfangs-
efni svo að meginatriði komi skýrar fram.
Jafnframt felur öll kerfun í bókmenntafræðum í sér hættu á of-einföldun
sem leiðir af sér ósannindi og á það jafnt við um söguleg kerfi sem grein-
ingarmynstur í anda nýrýni eða formgerðarstefnu.
Bókmenntir eru eins og lífið sjálft svo flókið og margslungið fyrirbæri að
öll kerfi, mynstur og líkön, sem til þeiira eiga að taka, þurfa að búa yfir
miklum sveigjanleika.
Vafalaust er vænlegast til árangurs í kennslu bókmenntafræða á framhalds-
skólastigi að draga upp tiltölulega einföld aðalmynstur þó svo að þau feli
í sér nokkra of-einföldun. Ég hygg þó, að eftir stóraukna og bætta bókmennta-
kennslu í framhalds- og menntaskólum síðustu ár ráði nemendur þessa skóla-
stigs við blæbrigðaríkari og flóknari framsetningu. Að þessu víkur Heimir í
bók sinni, t.a.m. varðandi rómantík, raunsæi og nýrómantik, að þær stefnur
skara hver aðra og falla að nokkru fram samtímis en leysa ekki algerlega
hver aðra af hólmi. Hann hefði þó strax í upphafi mátt setja sterkari fyrir-
vara um hina almennu tímabilaskiptingu. Einstakir höfundar falla um list-
ræn og hugmyndaleg einkenni utan þess tímabils er þeir starfa á. Aðrir
mótast af mörgum stefnum og straumum á ólíkum skeiðum. í báðum dæm-
unum sprengja þeir hinn sögulega ramrna.
í fyrsta hluta bókarinnar, „Lærdómsöld", leggur höfundur megináherslu
á að rekja sögu og þróun einstakra bókmenntagreina. Þar verða tengslin
gleggst milli trúarlegra bókmennta annars vegar og hugmyndafræði hins
lútherska rétttrúnaðar og félagslegs veruleika islensks samfélags hins vegar.
A við og dreif um þennan kafla minnist bókarhöfundur á hugmyndalegar
og listrænar stefnur eins og fornmenntastefnu og barokk. Gleggra hefði verið
ef hann hefði á einum stað í upphafi gert nokkru fyllri grein fyrir hvað í
þeim fólst, svipað og hann fjallar um rétttrúnaðinn. Nokkuð hæpið virðist
að draga sérstaklega fram „skrautstíl rímnanna“ (44. bls.) sem barokk-ein-
kenni. Kenningastíll rímna byggir á eldri hefð og nærtækari hliðstæður um
barokk-ofhlæði og áhrif má finna í trúarlegum kveðskap og prósaritum.
Varðandi upplýsingaröld gerir bókarhöfundur fyrst og fremst grein fyrir
hugmyndafræðilegum einkennum tímabilsins. Listræn viðhorf þess hafa
hins vegar orðið út undan. Hér má sakna stuttrar greinargerðar fyrir ný-
klassískum listarhugmyndum sem á þessu skeiði áttu síðborna fulltrúa og
eftirapendur franskra mennta um norðanverða Evrópu. Heimir getur svarað
því til að franskættuð nýklassísk viðhorf hafi ekki skilið eftir djúp spor í
íslenskum bókmenntum, en listarviðhorf rómantíkurinnar um frjálsa list