Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 58
56 LÝÐUR BJÖRNSSON SKÍRNIR
1785. Lét hann í þessu skyni setja upp söfnunarkassa í verzlun
sinni. Stiftamtmaður bannaði þessa fjáröflunaraðferð, og undr-
ast kaupmaður það mjög, enda væri þessi háttur algengur í
Kaupmannahöfn. Alls söfnuðust 261 rd og 7i/2 sk í þessu skyni.
Kaupmaður lagði til, að stofnaður yrði skóli fyrir 20 nemendur
að Hlíðarhúsum við Reykjavík, tíu af hvoru kyni. Nemendur
skyldu vera á aldrinum 7—16 ára. Piltum verði kennd kristin-
fræði, lestur, skrift, reikningur, landafræði, saga, danska og
þýzka og stúlkum kristinfræði, lestur, skrift, ullarvinna, prjóna-
skapur, fatasaumur og fatasnið og matreiðsla. Bæði kyn áttu að
læra garðyrkju og bústörf, en gert var ráð fyrir rekstri skólabús
í tengslum við skólann. Skólinn átti að vera heimavistarskóli.
Tvær uppliitaðar kennslustofur áttu að vera í skólanum, önnur
fyrir pilta og hin fyrir stúlkur. Hlíðarhúsaskóla varð aldrei
hrundið í framkvæmd, en vera má, að fé það, er safnaðist, hafi
verið notað til skólahalds, enda er Þorkell Magnússon titlaður
skoleholder í skjölum frá fyrstu árum 19. aldar.36
Jón sagnritari Espólín ber Reykvíkingum ófagra sögu í Ár-
bókum sínum, en þar segir svo við árið 1808:
Voru allir bæjarmenn kramarar, og þernur þeirra og þjónar hugsuðu ei
um annað en skart og móða; konur höfðu gullhringa marga hver, og keppt
var um hvað eina sem til yfirlætis horfði, samkvæmi jafnan og dansar og
drykkjur, og eftir þessu vandist alþýðan,, er þar var um kring.37
Ummæli þessi benda ekki til, að bóklestur hafi þá verið mikið
iðkaður í bænum. Vitnisburður uppboðsgerða og uppboðsskjala
er þó á annan veg, en uppboð voru tíð á árunum 1803—1830
bæði á dánarbúum og eins létu kaupmenn oft selja vörur og
ýmislegt annað á uppboðum.38 Bækur voru oft boðnar upp og
seldust vel. Þær voru á ýmsum tungumálum, dönsku, ensku,
frönsku, íslenzku, latínu og þýzku. Bækur á íslenzku og latínu
virðast einkum hafa verið keyptar af íslendingum, en svipaðs
mismunar verður ekki vart að því er bækur á öðrum málum
varðar.
Bókakostur þessi var allfjölbreytilegur. Hér verður ekki fjallað
um bókakostinn í heild, aðeins staldrað við nokkra titla, sem
athygli vöktu. Hinn 16. ágúst lét Jens S. Tofte bjóða upp Figaros
giftemál eða Brúðkaup Figaros eftir Frakkann Pierre Beaumar-